Íþrótta-og tómstundanefnd - 96. fundur - 13. ágúst 2008

Mætt voru: Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður,  Rannveig Þorvaldsdóttir og Ingólfur Þorleifsson. Margrét Halldórsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar. Þórdís Jakobsdóttir boðaði forföll og Guðríður Sigurðardóttir mætti í hennar stað. Stella Hjaltadóttir mætti ekki og enginn mætti í hennar stað.


Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.Þetta var gert:


1. Lögð fram styrkbeiðni frá styrktarsjóðnum Framför  2008-06-0028Lögð fram styrkbeiðni frá styrktarsjóði skíðamanna Framför. Nefndin fagnar framtakinu og leggur til að Ísafjarðarbær leggi til stofnfé  en bendir jafnframt á að  hann leggi árlega fé í afreksmannasjóð HSV.2. Lögð fram umsókn frá íþróttafélaginu Glóð í Kópavogi. 2008-08-0008.


Lagt fram bréf og styrkbeiðni frá Íþróttafélaginu Glóð í Kópavogi sem kemur vestur í september með kynningu á kastleiknum Ringó. Félagið fer fram á frí afnot af íþróttahúsum á Flateyri og Ísafirði, þátttöku  í  aksturskostnaði og að heimamenn sjái um að kynna heimsóknina. Nefndin leggur til að Glóð fái frí afnot af íþróttahúsum og að Ísafjarðarbær sjái um kynningu í sveitafélaginu.3. Lagður fram húsaleigusamningur vegna félagsmiðstöðvarinnar á Þingeyri 2008-08-0011.


Samningurinn lagður fram til kynningar. Nefndin fagnar  því að félagsmiðstöðin sé að komast í gott húsnæði.4. Önnur mál.


Íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá þeirri vinnu sem í gangi hefur verið í sumar varðandi menningarhús, en unnið hefur verið að þarfagreiningu með ýmsum aðilum og þykir ljóst að vöntun er á einhverskonar félagsaðstöðu.


Þá greindi íþrótta- og tómstundafulltrúi frá sparkvallarleikum sem haldnir verða um miðjan september á Ísafirði.


Íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá vinnu við bækling um allt íþrótta- og tómstundastarf í Ísafjarðarbæ sem er vel á veg komin, verkefnið er samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar og HSV.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið klukkan kl. 17:00.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir


Guðríður Sigurðardóttir


Ingólfur Þorleifsson


Margrét Halldórsdóttir


Rannveig ÞorvaldsdóttirEr hægt að bæta efnið á síðunni?