Íþrótta-og tómstundanefnd - 91. fundur - 23. apríl 2008

Mætt voru: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Þórdís J. Jakobsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Ingólfur Þorleifsson, Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstunda-fulltrúi Ísafjarðarbæjar, Jón Páll Hreinsson og Ingi Þór Ágústsson, fulltrúar HSV. Stella Hjaltadóttir boðaði forföll og mætti Harpa Henrysdóttir í hennar stað.


Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.





Þetta var gert:





1. Samningar Ísafjarðarbæjar og íþróttafélaga. 2008-02-0030


Samstarfssamningur milli Ísafjarðarbæjar og HSV fyrir hönd Golfklúbbsins Glámu. Nefndin fjallaði um breytingar á samningnum sem fram komu og lýsir ánægju sinni með þær og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að samningurinn verði samþykktur með breytingum.


Samstarfssamningur Golfklúbbs Ísafjarðar og Ísafjarðarbæjar um uppbyggingu golfvallarins í Tungudal og um uppbyggingu golfvallar, afgreiðslu þessa samnings frestað þar til fundað hefur verið með GÍ.





2. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020. 2006-03-0038


Nefndin fjallaði um þær skýrslur sem nefndarmenn hafa undir höndum, ákveðið að halda annan fund og fá þá einhvern úr starfshópnum til að upplýsa um stöðuna. Formaður HSV vill fá að vita hvort HSV á að tilnefna nýjan aðila í starfshópinn.





3. Öldungamót Blakfélagsins Skellur. 2007-11-0051


Umræður um opnunartíma í sundlaugum og notkun á íþróttahúsum sveitafélagsins. Búið að ganga frá opnunartíma íþróttamannvirkja og sundlauga. Skellur fær húsin frá kl.12:00 miðvikudaginn 30. apríl n.k.





4. Bréf frá Knattspyrnufélaginu Herði. 2007-09-0108


Lagt fram bréf frá Hermanni Níelssyni fyrir hönd Harðar vegna dýnukaupa. Nefndin fjallaði um bréfið og bendir á að búið er að kaupa umræddar dýnur og hefur Ísafjarðarbær þegar greitt fyrir þær.





5. Önnur mál.


a) Lagt fram bréf frá Gróu G. Haraldsdóttir, þar sem hún segir sig formlega úr íþrótta- og tómstundarnefnd Ísafjarðarbæjar. Nefndin óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.


b) 2008-04-0108


Lagt fram bréf frá Höfrungi á Þingeyri, þar sem þess er farið á leit að Höfrungur fái herbergi í félagsheimilinu á Þingeyri.


Nefndin fagnar framtaki Höfrungsmanna og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ræða við fulltrúa Höfrungs og HSV um framkvæmdina.


c) 2008-04-0109


Lagt fram bréf frá Höfrungi dagsett 7. mars 2008, þar sem þess er farið á leit að fengin verði tvö stór og fjögur lítil mörk á nýjan knattspyrnuvöll á Þingeyri.


Nefndin felur forstöðumanni skóla- og fjölskylduskrifstofu að vinna að málinu.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið klukkan kl. 17:30.





Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður.


Harpa Henrysdóttir.


Þórdís J. Jakobsdóttir.


Ingólfur Þorleifsson.


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Jón Páll Hreinsson.


Margrét Geirsdóttir.


Margrét Halldórsdóttir.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?