Íþrótta-og tómstundanefnd - 90. fundur - 9. apríl 2008

Mætt voru: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Þórdís J. Jakobsdóttir, Ingólfur Þorleifsson, Stella Hjaltadóttir, Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Margrét Halldórsdóttir íþrótta- og tómstundarfulltrúi Ísafjarðarbæjar og Jón Páll Hreinsson, fulltrúi HSV.  Rannveig Þorvaldsdóttir boðaði forföll og kom enginn í hennar stað.


Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.


 


Þetta var gert:



1. Ráðning íþrótta- og tómstundafulltrúa.


   Margrét Halldórsdóttir ný ráðin íþrótta- og tómstundarfulltrúi boðin velkomin til starfa. Nefndin hlakkar til að starfa með henni.



2. Samningar Ísafjarðarbæjar.


Þjónustusamningur á milli Ísafjarðarbæjar og Knapaskjóls ehf. lagður fram til kynningar. Nefndin fjallaði um samninginn, lýsir ánægju sinni með hann og leggur til við bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar að hann verði samþykktur. 


Samstarfssamningur Golfklúbbs Ísafjarðar og Ísafjarðarbæjar um uppbyggingu golfvallarins í Tungudal kynntur. Jafnframt var samningur um uppbyggingu golfvallar, á milli Ísafjarðarbæjar og HSV fyrir hönd gólfklúbbsins Glámu, tekinn til umræðu.


Nefndin frestar ákvörðun um þessa samninga.



3. Önnur mál.


Engin önnur mál.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið klukkan kl. 17:22.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður.


Stella Hjaltadóttir.      


Þórdís J. Jakobsdóttir.


Ingólfur Þorleifsson.      


Jón Páll Hreinsson.


Margrét Geirsdóttir.      


Margrét Halldórsdóttir.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?