Íþrótta-og tómstundanefnd - 86. fundur - 3. janúar 2008

Á fundinn mættu: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Guðný Harpa Henrysdóttir,  Rannveig Þorvaldsdóttir,  Ingólfur Þorleifsson,  Guðríður Sigurðardóttir,  Erik Newman,  Margrét Geirsdóttir og Torfi Jóhannsson, fulltrúi HSV.


Fundargerð ritaði Erik Newman.


Þetta var gert:



1. Val íþróttamannns Ísafjarðarbæjar 2007.


Val á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2007.  Tíu tilnefningar bárust til nefndarinnar, um kjör íþróttamanns Ísafjarðarbæjar að þessu sinni. 


Nefndin tók einróma ákvörðun um valið og verður sú ákvörðun kynnt sunnudaginn 6. janúar n.k., í hófi sem haldið verður í tilefni þessa.


Ákveðið var að veita íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2007,  peningaverðlaun að upphæð kr. 100.000.-.     


Ingólfur Þorleifsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar. 



2. Önnur mál


Tekin var sú ákvörðun að fundir Íþrótta- og tómstundanefndar verði framvegis í fundarsal bæjarstjórnar í stjórnsýsluhúsinu. Fundartími verður áfram óbreyttur.


Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan kl. 17:20.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður.


Rannveig Þorvaldsdóttir.     


Guðríður Sigurðardóttir.


Ingólfur Þorleifsson.       


Torfi Jóhannsson.


Margrét Geirsdóttir.      


Harpa Henrysdóttir.


Erik Newman.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?