Íþrótta-og tómstundanefnd - 85. fundur - 5. desember 2007

Á fundinn mættu: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Stella Hjaltadóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Ingólfur Þorleifsson, Erik Newman og Torfi Jóhannsson fulltrúi HSV. Þórdís Jóna Jakobsdóttir boðaði forföll og enginn mætti í hennar stað.


Fundagerð ritaði Erik Newman.


Þetta var gert:1. Bréf Blakfélagsins Skellur, Ísafirði. - Öldungamót BLÍ 2008.  2007-11-0051.


Lagt fram bréf frá Blakfélaginu Skellur á Ísafirði dagsett 14. nóvember s.l., þar sem greint er frá, að 33. öldungamót Blaksambands Íslands á næsta ári verður haldið hér á Ísafirði.  Leitað er liðsinnis Ísafjarðarbæjar varðandi framkvæmd mótsins.


Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir yfir ánægju með framtak blakfélagsins Skellnanna og hlakkar til samstarfsins.2. Reglugerð vegna kjörs íþróttamanns Ísafjarðarbæjar.  2007-12-0024.


Farið var yfir reglugerð vegna vals á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar, sem endurgerð var sl. vetur.


Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir reglugerðina. 3. Umgengnisreglur við Sundhöll Ísafjarðar við Austurveg.  2007-12-0025.


Endurbættar umgengnisreglur fyrir Sundhöllina, íþróttasal og sundlaug,  lagðar fram af Jóhönnu Gunnarsdóttur, forstöðumanni.


Lagt fram til kynningar.4. Önnur mál


Forstöðumaður félagsmiðstöðva í Ísafjarðarbæ hefur fengið boð um að gerast fulltrúi í APYN (Alcohol Policy Youth Network), sem er verkefni í forvarnarmálum. Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 17:50.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður.


Rannveig Þorvaldsdóttir     


Stella Hjaltadóttir 


Ingólfur Þorleifsson       


Torfi Jóhannsson


Erik NewmanEr hægt að bæta efnið á síðunni?