Íþrótta-og tómstundanefnd - 84. fundur - 7. nóvember 2007

Á fundinn mættu: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Þórdís Jóna Jakobsdóttir, Stella Hjaltadóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Ingólfur Þorleifsson, Erik Newman og  Torfi Jóhannsson, fulltrúi HSV.  Fundargerð ritaði Erik Newman.


Þetta var gert:1. Þarfagreining, sundlaug við Torfnes.


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, um sundlaugarmál á Ísafirði. Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar fyrirhuguðu hönnunarferli við sundlaugar-mannvirki á Ísafirði.2. Fjárhagsáætlun 2008. ? Viðauki.


Bréf undir yfirskriftinni ,,Yfirlit yfir þörf á blakbúnaði í íþróttahús á norðanverðum vestfjörðum?, var lagt fyrir nefndina og efni þess rætt.


Formanni nefndarinnar og fulltrúa HSV er falið að kanna búnað í íþróttahúsum Ísafjarðarbæjar og hverju þarf að bæta þar við. Þau munu svo skila athugasemdum sínum inn til fjárhagsáætlunargerðar.3. Bréf frá kvenfélaginu Ársól á Suðureyri


Lagt fram bréf frá kvenfélaginu Ársól á Suðureyri, þar sem félagið býðst til þess að gefa vatnsbrunn til íþróttahússins á Suðureyri.


Nefndin þakkar kvenfélaginu fyrir og vísar umræddu bréfi til eignarsjóðs Ísafjarðarbæjar.4. Frístundakort.


Formaður nefndarinnar gerði grein fyrir misjafnri stöðu annarra sveitarfélaga, sem hafa tekið upp frístundakort og áætluðum styrkkostnaði Ísafjarðarbæjar við upptöku á slíkum kortum.


Nefndin styður áframhaldandi vinnu í málinu.5. Félagsmiðstöðin á Ísafirði. ?Lokun.


Í lok október s.l., var félagsmiðstöð á Ísafirði lokað í örfáa dag, vegna slæmrar umgengni nemenda. 


Umrædd lokun í félagsmiðstöð Ísafjarðar var rædd í nefndinni og forstöðumaður gerði grein fyrir stöðu mála. Nefndin styður forstöðumann og starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar í ákvörðunum sínum og vonar að bót verði á málinu. Einnig voru ræddar hugmyndir um að koma upp foreldravakt á kvöldopnunum í félagsmiðstöðinni og forstöðumanni falið að kanna slíkt samstarf við foreldrafélag grunnkólans.6. Útivöllur fyrir boccia.


Fulltrúi HSV kynnti bréf, sem barst frá íþróttafélaginu Ívari, um hugmyndir þeirra á útibocciavelli við hlið púttvallarins við Torfnes .


Íþrótta- og tómstundanefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir að fá að fylgjast með framgangi málsins.7. Önnur mál.


Alþjóðaleikar ungmenna sem haldnir voru í Reykjavík í júli 2007.  Þakkarbréf  til þátttakenda sem tóku þátt í leikunum og DVD diskur frá ICG 2007 var lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 17:50.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður.


Rannveig Þorvaldsdóttir.     


Stella Hjaltadóttir. 


Þórdís Jóna Jakobsdóttir.     


Ingólfur Þorleifsson.    


Torfi Jóhannsson.      


Erik Newman.Er hægt að bæta efnið á síðunni?