Íþrótta-og tómstundanefnd - 83. fundur - 24. október 2007

Á fundinn mættu: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Þórdís Jóna Jakobsdóttir, Stella Hjaltadóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Ingólfur Þorleifsson og Erik Newman.  Torfi Jóhannsson, fulltrúi HSV boðaði forföll og mætti enginn í hans stað.


Fundagerð ritaði Erik Newman.


Þetta var gert:1. Rekstrarstaða málaflokksins.


Farið var yfir rekstrarstöðu málaflokksins eins og hann er í dag, þegar tæpir tveir mánuðir eru eftir af rekstrarárinu.  Fjárhagsstaða málaflokksins er innan ramma, þó stöku deildir séu komnar framúr áætlun.  Forstöðumenn eru hvattir til að gæta aðhalds í rekstri.


Nefndin var ánægð með fjárhagsstöðu málaflokksins. Nefndin leggur einnig til að forstöðumenn húsa nýti rekstrarafgang til kaupa á nauðsynlegum búnaði.2. Umræða um fjárhagsáætlun ársins 2008.


Rætt var um fjárhagsáætlun næsta rekstrarárs og áherslur nefndarinnar í henni.  Jóhanna Gunnarsdóttir sat fundinn undir þessum lið og kynnti viðbótatillögur sinna stofnana.


Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að viðbótatillögur við Íþróttahúsið á Torfnesi verði samþykktar þar sem tillögur forstöðumanns þykja nauðsynlegar viðbætur við rekstur og viðhald á húsnæði.3. Önnur mál.


Dægradvöl ? rætt um húsnæðismál dægradvalar, hvernig samgangur félagsmiðstöðvar og dægradvalar gangi og hvort færa mætti dægradvöl í ónýttar skólastofur í húsnæði grunnskólans.


Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 17:50.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður.


Rannveig Þorvaldsdóttir.     


Stella Hjaltadóttir. 


Þórdís Jóna Jakobsdóttir.     


Ingólfur Þorleifsson.    


Erik Newman.Er hægt að bæta efnið á síðunni?