Íþrótta-og tómstundanefnd - 78. fundur - 6. júní 2007

Á fundinn mættu: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Þórdís Jóna Jakobsdóttir, Stella Hjaltadóttir, Svava Rán Valgeirsdóttir, Ingólfur Þorleifsson, Torfi Jóhannsson, fulltrúi HSV og  Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð. 


Þetta var gert:





1. Skólahreysti, niðurfelling á húsaleigu.  2007-05-0031.


Tekið fyrir erindi frá Icefitness, þar sem óskað er eftir niðurfellingu á húsleigu fyrir Íþróttahúsið á Torfnesi 25. mars s.l.  Icefitness stóð þá fyrir forkeppni í Skólahreysti.  Kostnaður vegna keppninnar varð hærri en áætlað var og er því óskað eftir niðurfellingu leigugjalds. 


Nefndarmenn telja að með Skólahreysti sé verið að hvetja unglinga til aukinnar hreyfingar og sé það tvímælalaust jákvætt. 


Nefndarmenn leggja til að húsaleigan verði niðurfelld.



2. Styrkbeiðni, fjallapassaleikur. 2007-11-0105


Tekið fyrir bréf frá Heilsueflingu Ísafjarðarbæjar og JCI, þar sem óskað er eftir fjárframlagi eða styrk vegna ?fjallapassaleiks?, sem undirritaðir standa fyrir.


Nefndin vísar erindinu til HSV. 



3. Styrkbeiðni, ?Hreyfing fyrir alla?.


Tekin fyrir beiðni HSV og HSB um stuðning við verkefnið ?Hreyfing fyrir alla?.  Óskað er eftir sundkortum í laugar sveitafélagsins.


Nefndin fellst ekki á útdeilingu sundkorta, en leggur til að gönguhópurinn fái frítt í sund eftir hverja æfingu meðan á námskeiði stendur, alls tvisvar í viku.



4. Samninga á netið.


Tekið fyrir erindi frá Jóni Björnssyni, íþrótta- og tómstundafulltrúa, þar sem hann óskar eftir því að samningar sem tilheyra málaflokknum verði birtir á heimasíðu Ísafjarðarbæjar.  Með því aukist gegnsæi á störfum nefndarinnar og að tryggt verði jafnræðis í gerð samninga.


Nefndin leggur til að allir samningar sem tilheyra málaflokknum verði settir á heimasíðu Ísafjarðarbæjar. 



5. Styrkbeiðni vegna landsliðsferð.  2007-05-0095.


Lagt fram bréf frá Laufeyju Björk Sigmundsdóttur, þar sem hún óskar eftir fjárstuðning vegna væntanlegra landsliðsferða í blaki á komandi sumri. Laufey æfir blak með meistaraflokki HK í Kópavogi. 


Nefndin telur sér ekki fært að styrkja aðila sem keppa fyrir félög utan sveitarfélgasins.  



6. Félagsmiðstöðin á Suðureyri.   2007-06-0007.


Lagt fram bréf frá Foreldrafélagi Grunnskólans á Suðureyri, þar sem félagið fer fram á að Félagsmiðstöðin á Suðureyri fái sambærilega aðstöðu og aðrar deildir Félagsmiðstöðvarinnar í Ísafjarðarbæ. 


Íþrótta- og tómstundafulltrúi upplýsir að búið sé að seigja upp núverandi aðstöðu Félagsmiðstöðvarinnar og að forstöðumaður Félagsmiðstöðvarinnar hefur þegar hafist handa við að leita að lausn á húsnæðisvanda starfseminnar. 



7. Sparkvöllur á Suðureyri.  2007-06-0003.


Lagt fram bréf frá Foreldrafélagi Grunnskólans á Suðureyri þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um aðkomu félagsins að sparkvelli á Suðureyri.  Jafnframt óskar félagið eftir svörum um tímasetningu framkvæmda.


Nefndin fagnar því að foreldrafélagið vilji koma að uppbyggingu sparkvallar á Suðureyri.  Nefndin hefur engin svör vegna tímasetningar á sparkvöllum eða forgangsröðun á framkvæmd þeirra.


Þá leggur nefndin til að formaður íþrótta- og tómstundanefndar og íþrótta- og tómstundafulltrúi komi á fundi með foreldrafélaginu, íþróttafélaginu Stefni, eignasjóði og bæjarstjóra vegna umrædds máls. 



8. Samningur um gerð og rekstur púttvallar. - Kynning HSV.


Torfi Jóhannsson leggur fram drög að samning um gerð og rekstur púttvallar við Torfnes, svo og kostnaðaráætlun umrædds vallar. Jafnframt er leitað leiða til að fjármagna framkvæmdina.  Brýnt er að ná samning milli þeirra aðila sem að samningnum koma og Ísafjarðarbæjar áður en framkvæmdir geta hafist. 


Erindinu vísað til bæjarráðs.   



9. Skólasund Súðavík. - Kynning.


Lagt fram til kynningar bréf frá Önnu Lind Ragnarsdóttur, skólastjóra Grunnskólans í Súðavík, þar sem óskað er eftir að fá úthlutað leigutímum í Sundhöllina við Austurveg á Ísafirði veturinn 2007-2008. 



10. Önnur mál


a) Lögð fram drög að samningi milli HSV og Ísafjarðarbæjar. Nefndarmönnum falið að lesa og kynna sér samninginn.  Samningurinn verður síðan tekin fyrir á fundi mánudaginn 11. júní n.k. í Gamla apótekinu kl. 17:00.


b) Rætt um uppbyggingu sparkvalla í sveitarfélaginu.  Nú eru tveir sparkvellir í pöntun.  Nefndin telur brýnt að sparkvellir verði byggðir upp í samráði við íbúasamtök á hverjum stað. Þá leggur nefndin til að þriðji sparkvöllurinn verði byggður á þessu ári og að gert verði ráð fyrir honum í endurskoðaðri fjárhagsáætlun.


Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 18:12.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður.


Ingólfur Þorleifsson.     


Stella Hjaltadóttir. 


Svava Rán Valgeirsdóttir.    


Þórdís Jóna Jakobsdóttir.


Torfi Jóhannsson, fulltrúi HSV.   


Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi. 





 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?