Íþrótta-og tómstundanefnd - 74. fundur - 7. mars 2007

Á fundinn mættu: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Ingólfur Þorleifsson, Stella Hjaltadóttir, Svava Rán Valgeirsdóttir, Torfi Jóhannsson, Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.  Þórdís Jóna Jakobsdóttir tilkynnti forföll og mætti engin í hennar stað.  Fundargerð ritaði Ingibjörg María Guðmundsdóttir.


 


Þetta var gert:1. Félagsmiðstöð Ísafjarðarbæjar opnuð.


Fundurinn var að þessu sinni haldinn í nýju húsnæði Félagsmiðstöðvarinnar. Formleg opnun Félagsmiðstöðvarinnar verður á morgun, fimmtudaginn 8. mars á milli klukkan 17:00 og 19:00 og eru allir velkomnir.  Fundarmenn lýsa ánægju sinni með aðstöðuna.2. Íþróttamiðstöð Ísafjarðarbæjar, kynning.


Jóhanna Gunnarsdóttir, forstöðumaður, mætti til fundar við nefndina og ræddi sameiningu Íþróttahússins á Torfnesi og Sundhöllina við Austurveg.  Starfsmenn skipta vöktum í húsunum á milli sín og starfa sem ein liðsheild.  Ásamt húsunum tilheyrir íþróttavöllurinn á Torfnesi miðstöðinni. Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Jóhönnu fyrir upplýsingarnar og óskar henni velfarnaðar við breytingarnar.3. Eignasjóður Ísafjarðarbæjar, kynning.


Jóhann Bæring Gunnarsson, verkefnastjóri, mætti til fundar við nefndina og kynnti verksvið eignasjóðs og tengingu hans, sem starfsmanns í stjórnkerfi Ísafjarðarbæjar.


Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Jóhanni upplýsingarnar og telur að skilgreina þurfi vel ábyrgðarsvið hvers stjórnanda og starfsmanns.


Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að setja upp minnispunkta um það sem skilgreina þarf.  Samantektin verði sendir út með fundarboðun fyrir næsta fund nefndarinnar.Torfi Jóhannsson vék af fundi kl. 17:24.4. Aðalskipulag, opin svæði og útivist, kynning.


Starfsmaður frá Teiknistofunni Eik á Ísafirði, kynnir vinnuferlið við Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar. 


Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar upplýsingarnar.  Ákveðið var að vinna að tillögum á næsta fundi nefndarinnar.5. Önnur mál.


a. Öryggismál í íþróttamannvirkjum.


Lagt fram til kynningar bréf frá menntamálaráðuneytinu dagsett 16. janúar 2007, þar sem kynnt er endurskoðun á reglum um öryggi á sundstöðum við kennslulaugar.


b. Samstarfssamningur við Sundsamband Íslands.   2007-03-0029


Lögð fram til kynningar drög að samstarfssamningi milli Sundsambands Íslands og Sundfélagsins Vestra á Ísafirði í samstarfi við Sundlaug Ísafjarðar, um samstarf með sunddaginn mikla og auglýsingar á fyrirtækinu Síminn, gegn því að fyrirtækið sjái lauginni fyrir sundkútum.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl.18:15.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður.


Ingólfur Þorleifsson.     


Stella Hjaltadóttir.


Svava Rán Valgeirsdóttir.    


Torfi Jóhannsson, framkvæmdastjóri HSV.


Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.   


Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi. 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?