Íþrótta-og tómstundanefnd - 73. fundur - 14. febrúar 2007

Á fundinn mættu: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Ingólfur Þorleifsson, Stella Hjaltadóttir, og  Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi. 


Þórdís Jóna Jakobsdóttir og Svava Rán Valgeirsdóttir boðuðu forföll og í þeirra stað mættu Guðríður Sigurðardóttir og Lísbet Harðardóttir.


Torfi Jóhannsson boðaði forföll.


Fundargerð ritaði Ingibjörg María Guðmundsdóttir


 


Þetta var gert:



1. Íþróttamiðstöð Ísafjarðarbæjar.


Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti helstu breytingar varðandi starfssvið forstöðumanns á Torfnesi eins og fyrirkomulagið er lagt upp næstu vikurnar.



2.  Samningur HSV og Ísafjarðarbæjar.


Lagður fram gildandi samningur milli HSV og Ísafjarðarbæjar og farið yfir helstu atriði í hugsanlegum breytingum og viðbótaráherslum í samningnum.


Formanni og íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna drög að nýjum samningi og fá viðbrögð HSV fyrir næsta fundi nefndarinnar í lok febrúar, en þá verða drögin til umfjöllunar.



3. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar.   2006-03-0038


Fram var lagt bréf frá bæjartæknifræðingi, þar sem óskað er eftir markmiðum og stefnumótun nefnda varðandi Aðalskipulagið.


Lagt fram til kynningar og frestað til næsta fundar.



4. Styrkbeiðni fyrir aðgang að sundlaugum Ísafjarðarbæjar.


Lagt fram bréf, ódagsett, frá Áslaugu Alfreðsdóttur, Ísafirði, þar sem óskað er eftir viðbrögðum við hugmynd um að gestir Hótels Ísafjarðar fái afslátt eða frítt í sundlaugar Ísafjarðarbæjar. Markmiðið er að kappkosta að dvöl ferðamanna lengist í Ísafjarðarbæ.


Íþrótta- og tómstundanefnd tekur jákvætt í afsláttarkjör og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ræða við bréfrita og kynna möguleikana í samræmi við umræður á fundinum.


 


5. Önnur mál.


a. Forvarnir.


Rætt um forvarnir á samfélagslegum grunni og mikilvægi þess að virkja alla til forvarna.


b. Upplýsingatafla í íþróttamiðstöðina á Þingeyri. 


Sagt frá því að Sigmundur Þórðarson, Þingeyri, gaf íþróttamiðstöðinni á Þingeyri upplýsingatöflu, sem eftirmynd hússins, sem hann smíðaði sjálfur. Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Sigmundi kærlega fyrir gjöfina.


c. Ungt fólk 2006. 


Kynnt skýrslan ,,Ungt fólk 2006?, menntun, menning, tómstundir og íþróttaiðkun ungmenna á Íslandi.


d. Ólympíuleikar æskunnar


Sagt frá því að tveir krakkar frá Ísafjarðarbæ, taka þátt í Ólympíuleikum æskunnar, þeir Stefán Pálsson og Sigurjón Hallgrímsson. Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar þátttöku þeirra og sendir góðar kveðjur.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl.17:40


Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður.


Guðríður Sigurðardóttir.    


Ingólfur Þorleifsson.


Stella Hjaltadóttir.     


Lísbet Harðardóttir.


Ingibjörg María Guðmundsdóttir, Skóla- og fjölskylduskrifstofu. 


Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.    


  



Er hægt að bæta efnið á síðunni?