Íþrótta-og tómstundanefnd - 72. fundur - 24. janúar 2007

Á fundinn mættu: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Ingólfur Þorleifsson, Þórdís Jóna Jakobsdóttir, Stella Hjaltadóttir, Svava Rán Valgeirsdóttir, Torfi Jóhannsson, framkvæmdastjóri HSV og  Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi. 


Fundargerð ritaði Jón Björnsson.


 


Þetta var gert:



1. Fjárhagsáætlun 2007. 


Kynnt stefnuræða bæjarstjóra í fjárhagsáætlun 2007 og fjárhagsáætlun vegna yfirstandandi rekstrarárs.  Ræddar tillögur stefnuræðunnar og næstu skref.



2.  Íþróttamiðstöð Ísafjarðar.


Rætt um sameiningu íþróttahússins við Austurveg, íþróttahússins á Torfnesi og íþróttavallarsvæðisins.  Fram kom að tilraun verður gerð um samrekstur þegar í næsta mánuði. 


Nefndin ákveður að fara í stefnumótunarvinnu með íþróttahús sveitarfélagsins.  Starfsmenn íþróttahúsanna koma einnig að þeirri vinnu.



3. Önnur mál.


Lagt fram bréf frá HSV þar sem óskað er eftir fundi með formanni nefndarinnar og íþrótta- og tómstundafulltrúa, vegna endurnýjunar á samstarfssamningi, aukinna verkefna, húsaleigusamnings og annarra samskipta milli HSV og Ísafjarðarbæjar.  Formanni íþrótta- og tómstundanefndar er falið að boða slíkan fund.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl.17:24.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður.


Þórdís Jóna Jakobsdóttir.    


Ingólfur Þorleifsson.


Stella Hjaltadóttir.     


Svava Rán Valgeirsdóttir.


Torfi Jóhannsson, framkvæmdastjóri HSV.    


Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.    


 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?