Íþrótta-og tómstundanefnd - 68. fundur - 15. nóvember 2006

2006, kl. 16:00 kom íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar saman í  Ísafirði.


Á fundinn mættu: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Ingólfur Þorleifsson, Þórdís Jóna Jakobsdóttir, Stella Hjaltadóttir, Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Torfi Jóhannsson, fulltrúi HSV.


Svava Rán Valgeirsdóttir mætti ekki og enginn í hennar stað.


Fundargerð ritaði Ingibjörg María Guðmundsdóttir.


 


Þetta var gert:1. Stuðningur vegna æfingabúða Vasagöngufara.


Lagt fram bréf frá Kristbirni R. Sigurjónssyni, ódagsett, þar sem óskað er eftir styrk frá íþrótta-og tómstundanefnd að upphæð kr. 50.000,- til greiðslu fyrir þjónustu


Skíðasvæðis Ísafjarðar helgina 23.-26. nóvember 2006, vegna væntanlegrar æfingabúðar Vasa fara og annara er hug hafa á keppni í lengri vegalengdum bæði innanlands og erlendis.


Íþrótta- og tómstundanefnd telur sér ekki fært að samþykkja útgjöld á skíðasvæðið vegna fjárhagsstöðu ársins. 2. Styrkur vegna þjálfunarkostnaðar BÍ.


Lagt fram bréf frá Svavari Þór Guðmundssyni, formanni BÍ, ódagsett, þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ til að mæta kostnaði BÍ vegna ráðninga á þremur þjálfurum í hálft starf hver. Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 1.000.000.- árlega í þrjú ár.


Íþrótta- og tómstundanefnd telur sér ekki fært að styrkja íþróttafélög innan svæðisins til að ráða til sín þjálfara. Slíkur kostnaður yrði of mikill til að sveitarfélagið gæti staðið straum af því. Jafnframt bendir nefndin á að til standa breytingar í sveitarfélaginu bæði varðandi félög og hugsanlegan frístundaskóla.3. Húsaleigustyrkur vegna reiðnámskeiðs.


Lagt fram bréf frá formanni Storms á Þingeyri, Sigþóri Gunnarssyni, dagsett 14. nóvember s.l., þar sem beðið er um húsaleigustyrk frá Ísafjarðarbæ til kennslu og námskeiðshalds í reiðskemmunni að Söndum í Dýrafirði. Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 468.000.- á ári sem samsvarar 5 tímum á viku.


Íþrótta- og tómstundanefnd hafnar erindinu.4. Önnur mál.


a. Formaður kynnti fund um forvarnarmál hjá Vá Vest, sem hann fór á í síðustu  viku.


b.Viðbótartillögur fyrir fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundamála kynntar.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl.17:39.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður.


Þórdís Jóna Jakobsdóttir.    


Ingólfur Þorleifsson.


Stella Hjaltadóttir.     


Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður.


Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.     


Torfi Jóhannsson, fulltrúi HSV.    Er hægt að bæta efnið á síðunni?