Íþrótta-og tómstundanefnd - 67. fundur - 25. október 2006

Á fundinn mættu: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Svava Rán Valgeirsdóttir, Þórdís Jóna Jakobsdóttir, Stella Hjaltadóttir, Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Torfi Jóhannsson fulltrúi HSV.


Fundargerð ritaði Jón Björnsson.


 


Þetta var gert:1. Klifurveggur í íþróttahúsinu á Þingeyri.   2006-10-0119.


Lagt fram bréf frá HSV fyrir hönd íþróttafélagsins Höfrungs á Þingeyri, þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu að upphæð kr. 400 þúsund til byggingar klifurveggs í íþróttahúsinu á Þingeyri.  Jafnframt mun Höfrungur sækja um styrk til Íþróttasjóðs ríkisins vegna sömu framkvæmdar. Félagsmenn Höfrungs munu sjá um uppsetningu veggjarins í sjálfboðavinnu. 


Áætlaður heildarkostnaður vegna klifurveggjarins er kr. 1.522.945.-. 


Nefndin fagnar erindinu og leggur til að það verði samþykkt, með því skilyrði að staðfesting á öðru fjármagni og vinnu liggi fyrir.  Þá telur nefndin að framkvæmdin auki notagildi og tekjur íþróttahússins.  Hafa þarf samráð við eignasjóð um framkvæmdina.2. Breyting á aðkoma fjöllistahópsins Morrans við móttöku erlendra skemmtiferðaskipa.  2006-10-0068


Lagt fram bréf Vesturferða á Ísafirði dagsett 12. október s.l., er vísað var frá bæjarráði til íþrótta- og tómstundanefndar og fleiri nefnda varðandi breytingar á aðkomu Morrans við móttöku skemmtiferðaskipa á komandi sumrum.  Óskað er eftir því m.a. að Morrinn lengi starfstíma sinn vegna lengingar ferðatímans. Jafnframt að uppstokkun verði gerð á starfi Morrans vegna breyttra og aukinna verkefna. 


Íþrótta- og tómstundanefnd telur að endurskoða þurfi starf Morrans, enda hafi störf og starfstími breyst verulega frá því starfsemi hófst.  Kostnaður við starfsemina hefur aukist talsvert og er brýnt að fá fleiri að rekstrinum.  Nefndin leggur til að skipaður verði starfshópur til þess að ræða nýtt hlutverk Morrans.  Í nefndinni verði fulltrúi frá vinnuskólanum, íþrótta- og tómstundanefnd, atvinnumálanefnd, hafnarstjórn, menningarmálanefnd og frá safninu í Neðstakaupstað. Jafnframt verði óskað eftir aðkomu fulltrúa Vesturferða að starfinu, enda Vesturferðir stór hagsmunaaðili í umræddu máli. Hópurinn ljúki starfi sínu fyrir miðjan nóvember n.k. 3. Hreyfing fyrir alla.  2006-09-0117


Lagt fram bréf frá HSV dagsett 25. október 2006. Í bréfinu lýsir fulltrúi HSV yfir vilja sambandsins til þess að sækja um aðkomu að tilraunaverkefni heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, Lýðheilsustöðvar og Ólumpíusambands Íslands, ?Hreyfing fyrir alla?.  Óskar HSV eftir því við Ísafjarðarbæ að sveitarfélagið styðji HSV vegna verkefnisins með því að leggja til aðstöðu í íþróttamannvirkjum sínum, er meta má á krónur 2,2 milljónir á ári meðan verkefni stendur yfir.


Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt, enda markmið verkefnisins að fjölga tilboðum á skipulagðri hreyfingu fyrir fullorðna og eldra fólk og ekki síst höfða til hópa sem stunda ekki reglulega hreyfingu. HSV mun einnig óska eftir aðkomu annarra sveitafélaga á norðanverðum Vestfjörðum að verkefninu.4. Önnur mál.


Íþróttafélagið Ívar stendur fyrir boccia móti n.k. sunnudag.  Óskar formaður íþrótta- og tómstundanefndar eftir þátttöku nefndarmanna á mótinu.


Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:42.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður.


Þórdís Jóna Jakobsdóttir.    


Svava Rán Valgeirsdóttir.


Stella Hjaltadóttir.     


Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.      


Torfi Jóhannsson, fulltrúi HSV.    Er hægt að bæta efnið á síðunni?