Íþrótta-og tómstundanefnd - 65. fundur - 27. september 2006

Á fundinn mættu: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Svava Rán Valgeirsdóttir, Ingólfur Þorleifsson, Þórdís Jóna Jakobsdóttir, Stella Hjaltadóttir, Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Torfi Jóhannsson mætti fyrir hönd HSV.


Fundargerð ritaði Jón Björnsson.


Þetta var gert:1. Ráðning forstöðumanns félagsmiðstöðva Ísafjarðarbæjar.


Lagðar voru fram tvær umsóknir um stöðu forstöðumanns félagsmiðstöðva Ísafjarðarbæjar, frá Unnari Þór Reynissyni, Suðureyri og Erik Newman, Ísafirði. Einnig lögð fram samantekt á upplýsingum varðandi umsækjendur.


Á grundvelli reynslu umsækjenda leggur íþrótta- og tómsstundanefnd til við bæjarstjórn að Erik Newman, Aðalstræti 13, Ísafirði, verði ráðinn forstöðumaður félagsmiðstöðva.2. Rætt um hlutverk og störf stjórnar Skíðasvæðis.


Steingrímur Einarsson mætti til fundar nefndarinnaar undir þessum lið. Steingrímur ræddi um hlutverk stjórnarinnar svo og hugsanlegt form á erindisbréfi hennar.


Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir tillögu að erindisbréfi fyrir stjórnina frá Steingrími og starfsmanni ,sem unnið verði í samráði við bæjarstjóra og í samræmi við bæjarmálasamþykkt. 3. Aðstaða Vestra í Sundhöll Ísafjarðar.


Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundafulltrúa til Sundfélagsins Vestra dagsett. 25. september s.l., þar sem aðstöðu þeirra í kjallara Sundhallarinnar er sagt upp vegna væntanlegra framkvæmda fyrir félagsmiðstöð. Jafnframt lagt fram bréf frá Sundfélaginu Vestra, þar sem félagið óskar eftir að Ísafjarðarbær finni lausn húsnæðisvanda þeirra vegna uppsagnarinnar.


Íþróttafulltrúa er falið að ræða við framkvæmdastjóra HSV, um hugsanlega kosti samkvæmt samningi Ísafjarðarbæjar og HSV.4. Erindi frá HSV. - Hreyfing fyrir alla.


Lagt fram bréf frá HSV dagsett 25. september s.l., þar sem óskað er eftir samstarfi um verkefnið ?Hreyfing fyrir alla?.


Lagt fram til kynningar.5. Erindi frá HSV, þátttaka í mótun ?frístundaskóla?.


Lagt fram bréf frá HSV dagsett 25. september s.l., þar sem óskað er eftir, að ef unnið er að frístundaskóla, þá verði fulltrúi HSV þáttakandi í því mótunarstarfi.


Íþrótta- og tómstundanefnd telur nauðsynlegt að HSV verði þátttakandi í mótun íþróttaskóla og bendir á að slík vinna er ekki farin formlega af stað, en haft verður samband við HSV þegar þar að kemur.6. Vettvangsferð íþrótta- og tómstundanefndar.


Rætt um vettvangsferð nefndarinnar í íþróttahús, félagsmiðstöðvar og á íþróttasvæði í Ísafjarðarbæ. Ákveðið að sameina vettvangsferðina næsta fundi, sem verður haldinn 11. október n.k. Lagt verður af stað frá Gamla apótekinu klukkan 14:30. 


Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að skipuleggja ferðina.7. Bréf Rannveigar Pálsdóttur. - Tímar í íþróttahúsinu Austurvegi.


Lagt fram bréf frá Rannveigu Pálsdóttur, íþróttakennara, dagsett 26. september s.l., þar sem hún lýsir óánægju ákveðins hóps kvenna vegna þess að hópurinn fær ekki úthlutaða tíma í íþróttahúsinu við Austurveg á þeim tíma sem hópurinn óskar eftir.


Erindinu er vísað til nefndar, sem sér um niðurröðun tíma í íþróttahúsum Ísafjarðarbæjar, með ósk um að kannað verði hvort hægt sé að skipuleggja nýtingu íþróttasalarins við Austurveg betur.


Jafnframt bendir nefndin á það forvarnargildi, sem felst í að börn og unglingar hafi aðgang að íþróttahúsum og starfi þar. Fullorðnir einstaklingar innan sveitarfélagins eiga yfirleitt auðveldar með að nýta sér önnur íþróttahús, ef tímasetning í nærtækasta húsi hentar ekki. Nægir tímar eru lausir í öðrum húsum og sundlaugum sveitafélagsins.8. Önnur mál.


Svava Rán Valgeirsdóttir óskar eftir haustdagskrá félagsmiðstöðvanna  Ísafjarðarbæ.  Erindinu vísað til starfsmanns. 


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:30.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður


Þórdís Jóna Jakobsdóttir.    


Ingólfur Þorleifsson.


Stella Hjaltadóttir.     


Svava Rán Valgeirsdóttir.


Torfi Jóhannsson, HSV.    


Jón Björnsson,íþrótta- og tómstundafulltrúi.   Er hægt að bæta efnið á síðunni?