Íþrótta-og tómstundanefnd - 64. fundur - 13. september 2006

Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Ingólfur Þorleifsson, Svava Rán Valgeirsdóttir, Lísbet Harðardóttir, Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Torfi Jóhannsson mætti fyrir hönd HSV.


Þórdís Jóna Jakobsdóttir mætti ekki og enginn í hennar stað.


Fundargerð ritaði Ingibjörg María Guðmundsdóttir.


Þetta var gert:1. Forstöðumaður Félagsmiðstöðvar.


Lögð fram starfsmannastefna  Ísafjarðarbæjar vegna umræðu um ráðningu forstöðumanns Félagsmiðstöðvar.


Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að auglýsa stöðuna.2. Húsnæðismál Félagsmiðstöðvar á Ísafirði. 2006-09-0011


Lagt fram bréf forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu dags. 1. september s.l., sem ritað var bæjarráði um húsnæðismál Félagsmiðstöðvarinnar Ísafirði ásamt bókun bæjarráðs, þar sem fram kemur að bæjarráð samþykkir að hefja framkvæmdir í kjallara Sundhallarinnar við Austurveg á Ísafirði, til að skapa framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöð á Ísafirði.


Lagt fram til kynningar.3. Erindi Golflklúbbsins Glámu.  2006-08-0051


Lagt fram erindi frá Golfklúbbnum Glámu á Þingeyri, sem bæjarráð framsendi til íþrótta- og tómstundanefndar til umfjöllunar vegna samræmingar á rekstrarframlögum til íþróttafélaganna.


Íþrótta- og tómstundanefnd telur brýnt að erindi frá íþróttafélögum fari rétta boðleið í samræmi við samning milli Ísafjarðarbæjar og HSV og að það verði HSV sem verði í öllum málum milliliður og tengiliður sveitarfélagsins við íþróttafélögin.  Íþrótta- og tómstundanefnd vísar erindinu til HSV í samræmi við samning, til frekari úrlausnar.4. Kynntur samningur HSV og Ísafjarðarbæjar.  2002-03-0019


Lagður fram núverandi samstarfssamningur Ísafjarðarbæjar og HSV. Samningurinn rennur út um næstu áramót og þarfnast þá um leið endurskoðunar.


Lagt fram til kynningar.5. Framtíðartilhögun afreksmannasjóðs.  2003-01-0002


Lögð fram reglugerð um Afreks- og styrktarsjóð Ísafjarðarbæjar, sem í gildi er í dag.


Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að vinna tillögu að endurskoðuðu hlutverki og framtíðartilhögun sjóðsins í samvinnu við HSV.6. Samningur HSV og Ísafjarðarbæjar vegna íbúðarhúsnæðis fyrir  íþróttafélög innan HSV.  2004-02-0002


Lagt fram bréf frá framkvæmdarstjóra HSV, dags. 12. september s.l.,  þar sem óskað er endurskoðunar  og endurnýjunar á samningi HSV og Ísafjarðarbæjar vegna íbúðarhúsnæðis fyrir íþróttafélög innan HSV. Óskað er eftir 6 íbúðum sem HSV geti úthlutað til íþróttafélaga.


Íþrótta- og tómstundanefnd vísar erindinu til endurskoðunar á samstarfssamningi milli HSV og Ísafjarðarbæjar, samningi sem rennur út um n.k. áramót.7. Sjávarþorpið á Suðureyri.  2006-08-0006


Sjávarþorpið á Suðureyri hefur óskað eftir þátttöku Sundlaugarinnar á Suðureyri í klasaverkefni um markaðssetningu byggðakjarnans. Lögð er fram markaðsáætlun verkefnisins ásamt drögum að samningi.


Íþrótta- og tómstundanefnd telur að Ísafjarðarbær þurfi að hafa samræmda aðkomu að verkefninu og vísar erindinu til bæjarráðs.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:00.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður.


Ingólfur Þorleifsson.     


Torfi Jóhannsson.


Stella Hjaltadóttir.     


Lísbet Harðardóttir.


Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.  


Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi. Er hægt að bæta efnið á síðunni?