Íþrótta-og tómstundanefnd - 63. fundur - 23. ágúst 2006

Á fundinn mættu: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Ingólfur Þorleifsson, Þórdís Jóna Jakobsdóttir, Stella Hjaltadóttir, Hrafnhildur Hafberg, Helga Margrét Marzelíusardóttir, Lísbet Harðardóttir, Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Ingibjörg María Guðmundsdóttir forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Torfi Jóhannsson mætti fyrir hönd HSV.


Svava Rán Valgeirsdóttir forfallaðist og varamaður mætti í hennar stað.


 


Fundargerð ritaði Ingibjörg María Guðmundsdóttir.


Þetta var gert:1. Kosning ritara


Á fundinn voru allir fulltrúar, aðal og varamenn boðaðir. Formaður bauð alla velkomna. Í samræmi við erindisbréfi íþrótta- og tómstundanefndar var ritari nefndarinnar kosinn.


Samþykktur ritari á fyrstu fundum verður Ingibjörg María Guðmundsdóttir2. Erindisbréf nefndarinnar


Farið yfir hlutverk nefndarinnar í samræmi við erindisbréf.3. Fastir fundartímar nefndarinnar


Ákveðið að fastir fundartímar íþrótta- og tómstundanefndar verði 2. og 4. miðvikudag í mánuði kl. 16 í fundarsal bæjarstjórnar.4. Húsnæðismál Félagsmiðstöðvarinnar á Þingeyri


Farið yfir stöðu mála varðandi húsnæði félagsmiðstöðvar á Þingeyri. Nú er mötuenyti skólans rekið í rými félagsmiðstöðvarinnar. Ræddir ýmsir möguleikar.


Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að finna lausn og kostnaðarreikna, og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.5. Ráðning forstöðumanns Félagsmiðstöðvar


Rætt um mögulega ráðningu á forstöðumanni Félagsmiðstöðva.


Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að skoða starfsmannastefnu Ísafjarðarbæjar varðandi starfsmannamál og skyldur og stefnur varðandi ráðningar.6. Húsnæðismál Félagsmiðstöðvar á Ísafirði


Á Ísafirði var húsnæði félagsmiðstöðvarinnar selt.  Ræddir ýmisr möguleikar á lausn


Íþróttafulltrúa falið að finna lausn varðandi húsnæði fyrir félagsmiðstöð á Ísafirði innan fjárhagsramma ársins.7. Starfsmannamál íþróttahúsa


Farið yfir stöðu mála í íþróttahúsum Ísafjarðarbæjar út frá verkefnum, starfslýsingum og nýtingu húsanna.8. Íþróttavallarsvæði Torfnes


Íþróttavallasvæðið var fært undir forstöðumann íþróttahússins á Torfnesi s.l. vor. Farið yfir stöðu mála eftir reynslu sumarsins. Skýrsla og tillögur munu berast nefndinni síðar.9. Íþróttafélagið Stefnir


Íþróttafélagið Stefnir á 100 ára afmæli innan fárra vikna.


Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar áfanga Stefnis og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa ásamt fulltrúa HSV að hafa samráð við bæjarstjóra um aðkomu sveitarfélagsins að afmælishátíð Stefnis.10.  Afreksmannasjóður


Rætt um skipan og hlutverk Afreksmannasjóðs.


Íþrótta- og tómstundafulltrúa og fulltrúa HSV falið að skoða málið og koma með á fund nefndarinnar.11.  Styrkir nefndar


Rætt um hvort forgangsröðun verkefna fyrir n.k. fjárhagsár eigi að fela í sér ákveðinn sjóð til styrkja fyrir félögin sem nefndin hefði yfir að ráða á fjárhagsárinu. Fulltrúi HSV hvetur aðildarfélög til að senda HSV umsóknir um styrki fyrir næsta fjárhagsár svo fjalla megi um þær við gerð fjárhagsáætlunar.12. Húsaleigusamningur HSV við Ísafjarðarbæ


Fulltrúi HSV vill taka upp samning milli HSV og Ísafjarðarbæjar sem fjallar um að Ísafjarðarbær styrki íþróttafélög með íbúðir á vegum sveitarfélagsins. Samningurinn rann út árið 2003 en það hefur verið unnið eftir honum skv. hefðinni.


Íþróttafulltrúa og fulltrúa HSV falið að endurskoða samninginn og leggja ný drög að samningi fyrir næsta fund nefndarinnar ásamt kostnaðartölum fyrir s.l. 4 ár og vænatanlegan kostnað skv. nýjum samningi.13. Kynning á svæði, starfssemi og mannvirkjum nefndarinnar


Samþykkt að nefndarfulltrúar fari um sveitarfélagið og kynni sér starfsvæði sitt. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að skipuleggja slíka kynningarferð.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:15.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður.


Þórdís Jóna Jakobsdóttir.    


Ingólfur Þorleifsson.


Stella Hjaltadóttir.     


Lísbet Harðardóttir.


Hrafnhildur Hafberg.     


Ingibjörg María Guðmundsdóttir.


Helga Margrét Marzelíusardóttir.   


Jón Björnsson.


Torfi Jóhannsson.Er hægt að bæta efnið á síðunni?