Íþrótta-og tómstundanefnd - 61. fundur - 3. maí 2006

Á fundinn mættu: Jón Hálfdán Pétursson, formaður, Guðríður Sigurðardóttir, Torfi Jóhannsson og  Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi. Jóna Benediktsdóttir tilkynnti forföll og Sturla Páll Sturluson mætti ekki. Þá mætti enginn fulltrúi frá HSV.


Fundargerð ritaði Jón Björnsson.



Þetta var gert:



1. Framkvæmdir á Skíðasvæðinu á sumri komanda.


Skíðafélag Ísfirðinga hefur fengið úthlutað styrk uppá 5,5 miljónir króna til framkvæmda á Skíðasvæði Ísfirðinga.  Markmið framkvæmdanna er að auka snjósöfnun og rekstraröryggi svæðisins.


Lagt er til að forstöðumanni Skíðasvæðisins verði veitt heimild til þess að fara út í umræddar framkvæmdir enda liggi öll tilskilin leyfi fyrir. 


Jafnframt leggur nefndin til að forstöðumanni verði falin umsjón og starf við umræddar framkvæmdir. 


Ætlunin er að neðangreindar framkvæmdir verði unnar á komandi sumri (2006) að öllum skilyrðum uppfylltum.


Miðfellssvæði:


·Lokið verði við jarðvegsframkvæmdir við svigbakka nr. 1 ? 2.


·Grjóthreinsaðar leiðir fyrir svigbakka nr. 3 ? 4 ? 5.


·Settar upp snjóföngunargirðingar ca. 2 km.


·Unnið við uppsetningu ljósastaura.


·Grafinn niður rafstrengur fyrir ljós.


·Komið fyrir rotþró sem og vatni og salernum í lyftuhúsi (krafa Vinnueftirlits).


·Möl flutt í grunn ( sökkul ) við lyftuhús.


·Dreyft fræi og áburði í brekkur ef fjármagn leyfir.


Miðfellslyfta að barnalyftu.


·Unnið við að setja upp ljósastaura.


·Grafinn niður rafstrengur fyrir ljós.


·Grafinn skurður niður með Kvennabrekku (drein).


·Komið fyrir vatnsrörum í læk fyrir ofan barnalyftu.


Barnasvæði.


·Komið fyrir snjósöfnunargirðingu við lyftuspor.


·Tyrft ca. 2m breitt svæði upp lyftuspor.


·Lagfærð lýsingu á Barnasvæði ( bætt lýsingu ).



2. Rekstur Vallarsvæðisins á Torfnesi á Ísafirði sumarið 2006.


Nefndin leggur til að rekstur Íþróttavallarsvæðis á Torfnesi verði sameinaður Íþróttahússinu á Torfnesi til reynslu út þetta ár.  Að reynslutíma loknum verði gerð heildarendurskoðun á rekstrinum og möguleikum þess að umræddar rekstrareiningar verði sameinaðar til frambúðar.  Engin kostnaðarauki mun fylgja breytingunni.



3. Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar 2006.


Albertína Elíasdóttir, umsjónarmaður Gamla apóteksins, hefur tekið að sér yfirflokkstjórn Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar sumarið 2006. Vinnuskólinn hefur starfsemi sína 6. júní n.k.



4. Önnur mál


1. Lagt fram bréf frá Jónasi Þór Birgissyni, gjaldkera Íbúasamtakanna í Hnífsdal, þar sem farið er fram á úrbætur á skipulögðum leiksvæðum barna og    unglinga í hverfinu. 


 Lagt fram til kynningar og íþrótta- og tómstundafulltrúa  jafnframt falið að svara bréfritara.


2. Erindi hefur borist frá KSÍ þess efnis að umsókn Ísafjarðarbæjar um tvo sparkvelli í sveitafélaginu hefur verið samþykkt.


3. Gunnar Þórðarson, fráfarandi framkvæmdastjóri HSV, hefur hafið störf á nýjum vettvangi.  Nefndin þakkar honum samstarf liðinna ára.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:45.


Jón Hálfdán Pétursson, formaður.


Guðríður Sigurðardóttir.     


Torfi Jóhannsson


Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?