Íþrótta-og tómstundanefnd - 60. fundur - 19. apríl 2006

Á fundinn mættu: Jón Hálfdán Pétursson, formaður, Jóna Benediktsdóttir, Sturla Páll Sturluson, Torfi Jóhannsson, Guðríður Sigurðardóttir, Gunnar Þórðarson, frkvstj. HSV og  Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.


Fundargerð ritaði: Jóna Benediktsdóttir


Þetta var gert:



1. Íbúasamtök Holtahverfis (sparkvöllur) 


Hjalti Karlsson og Svavar Þór Guðmundsson mættu á fundinn undir þessum lið og skýrðu hugmyndir Íbúasamtaka Holtahverfis, um sparkvöll og leiktæki í Holtahverfi.  Þeir lögðu fram kostnaðaráætlun við framkvæmdina byggða á tölum frá Þingeyri og Vesturbyggð.  Sú áætlun gerir ráð fyrir að hlutur Ísafjarðarbæjar verði um krónur 7,5 milljónir ef gervigras fæst frá KSÍ.  Íbúasamtökin eru tilbúin til að leggja til vinnu og fjármagn við drjúgan hluta af verkefninu ef hægt verður að fara í það nú þegar.  Gera má ráð fyrir að hlutur íbúasamtakanna nemi um 1/3 af heildarkostnaði. 


Nefndin er jákvæð gagnvart verkefninu, brýnt er að vinna í uppbyggingu tómstundasvæða í þessu fjölmennasta barnahverfi bæjarfélagsins. 


Nefndin leggur til að bæjarráð skoði hvort finna megi fé til framkvæmdanna. 



2. Rekstur íþróttavallarsvæðis á Torfnesi


Rætt um rekstur á íþróttavallarsvæðinu á Torfnesi.  Í stefnuræðu bæjarstjóra var gert ráð fyrir að forstöðumaður skíðasvæðis hefði umsjón með svæðinu. 


Íþrótta ? og tómstundafulltrúa falið að skoða málið nánar og koma með tillögur á næsta fund nefndarinnar. 



3.  Minigolfvöllur


HSV tekur að sér að hafa frumkvæði að því að koma verkinu í framkvæmd.


Framkvæmdastjóra falið að setja sig í samband við forstöðumann tæknideildar.



4. Hjólað í vinnuna


Lagt fram til kynningar.  Nefndin hvetur öll fyrirtæki Ísafjarðarbæjar til að taka þátt í átakinu og sýna þannig gott fordæmi fyrir aðra bæjarbúa.



5. Lokaskýrsla stjórnar GA


Skýrsla fráfarandi stjórnar Gamla apóteksins lögð fram til kynningar.  Nefndin þakkar stjórnarmönnum öflugt frumkvöðlastarf. 



6. Önnur mál


Samningur um líkamsræktartæki við Stefni.  Íþrótta ? og tómstundafulltrúa falið að ganga frá samningnum eins og bæjarráð hefur þegar samþykkt hann.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:00.


Jón Hálfdán Pétursson, formaður.


Sturla Páll Sturluson.     


Jóna Benediktsdóttir.


Guðríður Sigurðardóttir.     


Torfi Jóhannsson.


Gunnar Þórðarson, HSV.    


Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.


      





 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?