Íþrótta-og tómstundanefnd - 55. fundur - 11. janúar 2006

Á fundinum voru: Jón Hálfdán Pétursson, formaður, Jóna Benediktsdóttir, Sturla Páll Sturluson, Ingólfur Þorleifsson, Guðríður Sigurðardóttir, Gunnar Þórðarson, frkvstj. HSV, Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Ingibjörg María Guðmundsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta var gert:


1. Skíðasvæði, staða og framtíð.Jóhann Torfason, forstöðumaður Skíðasvæðis, mætti til fundar við nefndina undir þessum lið.


Jóhann ræddi um stöðu skíðasvæðisins í dag, snjóalög, opnun skíðalyftna o.fl. Hann telur mjög brýnt að finna leið til þess að koma skíðamönnum upp að Miðfellslyftu á snjólitlum tímum, en sú lyfta er með mest rekstraröryggi á skíðasvæðinu. Hafin er vinna við uppsetningu á fjórtán kösturum á Miðfellssvæði, sem kostar um 1 mkr. og er gjöf einstaklinga í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík. Lögð fram endurskoðuð verðskrá Skíðasvæðis fyrir vorið 2006.


Íþrótta- og tómstundanefnd telur að sú verðskrá fjölgi notendum á svæðinu og auki tekjur þess. Þess vegna leggur nefndin til við bæjarstjórn að fram lögð gjaldskrá gildi vorið 2006.2. Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2005.Gerð var grein fyrir því er tilnefningin var gerð opinber við hátíðlega athöfn í stjórnsýsluhúsinu þann 8. janúar 2006. Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar var kjörin Jakob Einar Jakobsson, skíðamaður.


Íþrótta- og tómstundanefnd óskar Jakobi hjartanlega til hamingju með titilinn.3. Endurskoðun á þjónustu skíðasvæðis. 2005-11-0028.Rætt um skipun nefndar til að fjalla um framtíðarrekstur skíðasvæðisins.


Í samræmi við bókun bæjarráðs þann 2. janúar s.l. leggur íþrótta- og tómstundanefnd til við bæjarstjórn að í nefnd um endurskoðun á þjónustu skíðasvæðis verði skipaðir fimm fulltrúar, þ.e. fulltrúi HSV, fulltrúi skíðasvæðis, fulltrúi skíðafélags, fulltrúi almennings og fulltrúi íþrótta- og tómstundanefndar, sem jafnframt verði formaður nefndarinnar.


Nefndin leggur til við bæjarstjórn að fulltrúi nefndarinnar verði Guðríður Sigurðardóttir.4. Líkamsræktartæki á Suðureyri. 2005-11-0106.Lögð voru fram drög að samningi milli Ísafjarðarbæjar og Íþróttafélagsins Stefnis á Suðureyri, um rekstur líkamsræktartækja í íþróttahúsinu á Suðureyri.


Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna ítarlegri drög að samningi með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og leggja hann fyrir bæjarráð til samþykktar.


5. Erindi frá áhugamönnum um fótbolta.


Lagt fram ódagsett minnisblað frá Jóni Ólafi Eiríkssyni o.fl., fyrir hönd Ísdeildarinnar, þar sem gerð er grein fyrir áhuga þeirra á, að koma á laggirnar lítilli utandeild í fótbolta hér á svæðinu. Farið er fram á að fá til afnota gerfigrasvöllinn á Torfnesi.


Íþrótta- og tómstundanefnd vísar erindinu til HSV í samræmi við samning milli Ísafjarðarbæjar og HSV.6. Ósk um afnot af húsnæði.Lagt var fram ódagsett minnisblað þar sem Leikfélagið Hallvarður Súgandi óskar eftir því að fá afnot af félagsheimilinu eða íþróttasalnum á Suðureyri dagana 24. júní til og með 9. júlí 2006, til að setja upp leiksýningu í tengslum við Sæluhelgina í sumar.


Íþrótta- og tómstundanefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að bæjarfélagið greiði götu Leikfélagsins Hallvarðar Súganda fyrir aðstöðu vegna leiksýningar.7. Allt hefur áhrif. 2004-12-0062.Rætt um starf hópsins ,,Allt hefur áhrif" og þá könnun sem lögð hefur verið fyrir ýmsa aðila í sveitarfélaginu.8. Morgunæfingar KFÍ.Lagt fram bréf frá Baldri Inga Jónassyni þjálfara KFÍ og Gunnari Þórðarsyni frkvstj. HSV, þar sem óskað er leyfis íþrótta- og tómstundanefndar til morgunæfinga tvisvar í viku í íþróttahúsinu á Torfnesi án þess að gæsla starfsmanna komi til.


Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að KFÍ nýti íþróttahúsið Torfnesi til morgunæfinga og taki ábyrgð á þeim tíma í samræmi við nýtingu annarra íþróttafélaga á sömu forsendum. Jafnframt felur nefndin íþrótta- og tómstundafulltrúa að gera samninga við forsvarsmenn eða þjálfara þeirra félaga sem um slíkt gildir.


Ingólfur Þorleifsson sat hjá við afgreiðslu erindisins.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00.
Jón Hálfdán Pétursson, formaður.


Sturla Páll Sturluson. Jóna Benediktsdóttir.


Guðríður Sigurðardóttir. Ingólfur Þorleifsson.


Gunnar Þórðarson, HSV. Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.


Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.Er hægt að bæta efnið á síðunni?