Íþrótta-og tómstundanefnd - 138. fundur - 13. febrúar 2013

Dagskrá:

1.

2012010006 - Ýmis erindi 2012/2013 - Ungmennafélag Íslands


Lagt fram bréf frá UMFÍ dagsett 7. febrúar 2013 þar sem fram kemur að auglýst hefur verið eftir umsóknum frá sambandsaðilum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 28. Landsmóts UMFÍ 2017 og 29. Landsmóts UMFÍ 2021.


Lagt fram til kynningar.

 



2.

2012010006 - Ýmis erindi 2012/2013 - Ungmennafélag Íslands


Lagt fram bréf frá UMFÍ dagsett 7. febrúar 2013 þar sem fram kemur að ákveðið hefur verið að auglýsa eftir umsóknum frá sambandsaðilum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 19. Unglingalandsmóts UMFÍ 2016.


Lagt fram til kynningar.

 



3.

2012010006 - Ýmis erindi 2012/2013 - Ungmennafélag Íslands


Lagt fram bréf frá UMFÍ dagsett 7. febrúar 2013 þar sem fram kemur að ákveðið hefur verið að auglýsa eftir umsóknum frá sambandsaðilum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 28. Landsmóts UMFÍ 2017 og 5. Landsmóts UMFÍ 50+ árið 2015.


Nefndin hvetur HSV til að sækja um Landsmót UMFÍ 50+ árið 2015.

 



4.

2012010006 - Ýmis erindi 2012/2013 - Ungmennafélag Íslands


Lagt fram bréf frá UMFÍ dagsett 24. febrúar 2013 þar sem fram kemur samþykkt frá 38. samráðsfundi Ungmennafélags Íslands.


Lagt fram til kynningar.

 



5.

2010050008 - Jafnréttisáætlun


Lögð fram samþykkt jafnréttisáætlun Ísafjarðarbæjar.


Lagt fram til kynningar.

 



6.

2012110041 - Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2012


Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs þar sem viðraðar eru hugmyndir um breytt fyrirkomulag á útnefningu íþróttamanns Ísafjarðarbæjar.


Nefndin felur starfsmönnum að setja upp minnisblað í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir formannafund HSV til umsagnar.

 



7.

2011030095 - Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar


Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs þar sem fram kemur að mikilvægt sé að hefja forgangsröðun á uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja í samráði við HSV.


Nefndin óskar eftir því við HSV að gerð verði þarfagreining fyrir þær íþróttir sem stundaðar eru hjá sveitarfélaginu.

 



8. Önnur mál.

a) Jón Páll kynnti Pétur Markan, nýjan framkvæmdastjóra HSV, fyrir nefndinni.

b) Guðný Stefanía lýsti yfir ánægju sinni með kynningu HSV á ánægjuvoginni í síðustu viku.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50.

 

 

Guðný Stefanía Stefánsdóttir

 

Dagur Hákon Rafnsson

Gauti Geirsson

 

Kristján Óskar Ásvaldsson

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Margrét Halldórsdóttir

 

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?