Íþrótta-og tómstundanefnd - 136. fundur - 14. nóvember 2012

Hermann V. Jósefsson boðaði forföll en enginn mætti í hans stað.

Fundinn sat einnig Maron Pétursson, fulltrúi HSV.

 

 

Dagskrá:

1.

2012100061 - Hjólabraut á fjöllum.

 

Lagt fram bréf frá Hálfdáni Jónssyni dagsett 30. september s.l., þar sem óskað er eftir leyfi til að stunda hjólreiðar og útbúa hjólabrautir á sérvöldum útivistarsvæðum í sveitarfélaginu.
Nefndin fagnar frumkvæði Hálfdáns og tekur vel í erindið, en vísar því til umhverfisnefndar til frekari úrvinnslu.

 

   

2.

2012070021 - Hlaupahátíð á Vestfjörðum 2012-2013.

 

Lagt fram bréf frá stjórn Hlaupahátíðar á Vestfjörðum dagsett 23. október s.l., þar sem óskað er eftir stuðningi Ísafjarðarbæjar við undirbúnig og framkvæmd hátíðarinnar.
Í ljósi vaxandi stuðnings og áhuga á hátíðinni leggur nefndin til við bæjarráð að styrkbeiðnin verði samþykkt.

 

   

3.

2012030068 - Samstarfssamningur 2012.

 

Lögð fram til kynningar drög að viðaukasamningi við samstarfssamning Héraðssambands Vestfirðinga og Ísafjarðarbæjar þar sem fram kemur hækkun á greiðslu Ísafjarðarbæjar vegna íþróttaskóla HSV.
Nefndin vonar að hægt verði að tryggja áframhaldandi starf íþróttaskólans, með þessum samningi, sem mikil ánægja er með.

 

   

4.

2011030095 - Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar.

 

Lögð fram drög að íþrótta- og tómstundastefnu íþrótta- og tómstundanefndar, sem fór fyrir bæjarráð í síðustu viku.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki stefnuna með áorðnum breytingum. Nefndin mun á næstu mánuðum fara í vinnu við forgangsröðun og uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja í samstarfi við HSV.

 

   

 

5. Önnur mál:

a) 2012-11-0041.Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar

Ákveðið að útnefna íþróttamann Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2012 sunnudaginn 20. janúar n.k. Þá leggur nefndin til við bæjarstjórn að íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2012 verði veitt peningaverðlaun kr. 100.000.-.

 

b) 2012-11-0040. Rætt um verðskrá á skíðasvæðinu.

Nefndin leggur til að það afsláttargjald sem tekið var upp fyrir tveimur árum verði einungis í boði fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar. Á sínum tíma voru rökin fyrir lækkun á árskortunum þau, að gefa öllum íbúum sveitarfélagsins tækifæri til að nota þau mannvirki sem sveitarfélagið væri hvort sem er að reka. Verð fyrir aðra en íbúa sveitarfélasins verði þó samkeppnishæft við önnur skíðasvæði.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50.

 

Kristján Óskar Ásvaldsson

Guðný Stefanía Stefánsdóttir

Dagur Hákon Rafnsson

Gauti Geirsson

Margrét Halldórsdóttir

Maron Pétursson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?