Íþrótta-og tómstundanefnd - 133. fundur - 5. júní 2012

Dagskrá:

1.

2011030095 - Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar

 

Unnið að stefnumótun í íþrótta- og tómstundastefnu,  stefnumótunin er langt á veg komin.

 

   

2.

2010050008 - Jafnréttisáætlun.

 

Lögð fram til kynningar drög að jafnréttisáætlun Ísafjarðarbæjar.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við drögin.

 

   

3.  Önnur mál.

Lagðar fram til kynningar ályktanir frá 12. ársþingi HSV haldið í Ísafjarðarbæ 3. maí 2012.

12. ársþing HSV haldið Í Ísafjarðarbæ 3. maí 2012, færir Ísafjarðarbæ, Súðavíkurhrepp, bæjarstjórn og nefndum íþrótta-og æskulýðsmála, þakkir fyrir þeirra stuðning við HSV á liðnum árum. Einnig hvetur þingið sveitarfélögin til að styðja áfram dyggilega við íþrótta-og æskulýðsstarf.

 

12. ársþing HSV haldið Í Ísafjarðarbæ 3. maí 2012, skorar á Ísafjarðarbæ að halda áfram samstarfi við HSV með verkefnasamningi. Einnig er skorað á Ísafjarðarbæ að horfa til HSV þegar verkefni myndast hjá Ísafjarðarbæ svo hægt sé að stækka og styrkja verkefnasamninginn.

 

Rætt um notkun á íþróttahúsinu á Torfnesi í tenglsum við skemmtanahald. Nefndin telur brýnt að samningar séu gerðir við leigutaka sem kæmi í veg fyrir að kostnaður falli á Ísafjarðarbæ ef skemmdir verða.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30

 

Hildur Sólveig Elvarsdóttir, formaður.

Guðný Stefanía Stefánsdóttir.                                     

Dagur Hákon Rafnsson.

Hermann Vernharður Jósefsson.                                              

Gauti Geirsson.                                                 

Margrét Halldórsdóttir.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?