Íþrótta-og tómstundanefnd - 129. fundur - 8. febrúar 2012

Að auki sátu fundinn Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdarstjóri HSV og Patrekur Súni Reehaug Jensson, forstöðumaður íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar.

 

Dagskrá:

1.

2012010044 - Umsókn um afnot af 3. hæð Sundhallar á Ísafirði.

 

Lagt fram bréf frá Golfklúbbi Ísafjarðar dagsett 20. janúar s.l., þar sem óskað er eftir  að fá 3. hæð Sundhallar Ísafjarðar til afnota undir æfingaraðstöðu.

Nefndinni lýst vel á hugmyndir Golfklúbbsins, en þær gætu orðið golfíþróttinni til framdráttar.  

 

   

2.

2012020023 - Útfærsla á hagræðingu í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar.

 

Lagðar fram tillögur að opnunartímum íþróttamannvirkja sumarið 2012 og veturinn 2012-2013.

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.

2012020022 - Boðskort - Íslandsglíman.

 

Lagt fram boðskort frá Glímusambandi Íslands og Glímudeild Harðar þar sem fulltrúum íþrótta- og tómstundanefndar er boðið að vera viðstödd Íslandsglímuna sem haldin verður laugardaginn 14. apríl n.k. í íþróttahúsinu á Torfnesi.

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.

2012010006 - Ýmis erindi 2012 - Ungmennafélag Íslands

 

Lagt fram bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 3. janúar s.l., þar sem óskað er eftir því við sveitarfélög að þau veiti hópum sem eru í íþróttakeppnum afsláttarkjör af gistingu í skólahúsnæði viðkomandi sveitarfélags.

Nefndin er jákvæð fyrir því að íþróttahópar fái gistingu á viðráðanlegu verði í skólahúsnæði, en leggur áherslu á að fræslunefnd fái málið til umsagnar.

 

5.

 

2012010029 - Útboð á rekstri skíðasvæða í Ísafjarðarbæ.

 

Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dagsett 16. janúar sl. Bréfið varðar drög að útboðsgögnum fyrir rekstur á skíðasvæðum Ísafjarðarbæjar í Tungudal og á Seljalandsdal, Ísafirði.

Nefndin telur að útboð á rekstri svæðanna verði því ekki til hagsbóta. Betur verði að skoða þann möguleiki að hafa á svæðinu svæðisstjóra hluta úr ári,  sem er ábyrgur fyrir því og hefur það í fyrsta sæti þann hluta úr árinu, sem hann sinnir starfi svæðisstjóra.

Nefndin vísar í bókun nefndarinnar frá 127. fundi sínum þar sem lýst var áhyggjum af svæðinu.

 

Úr fundarggerð 127. fundar íþrótta- og tómstundarnefndar

a) Gauti Geirsson lýsti yfir áhyggjum af skíðasvæðinu. Ekki hefur verið ráðinn svæðisstjóri eins og áætlað var en mjög mikilvægt er að á svæðinu sé einhver sem áhuga hefur á svæðinu og er vakinn og sofinn yfir því. Viðkomandi þarf að vinna samkvæmt veðurspá og ná að fanga þann snjó sem mögulegt er. Mikið er af dýrum búnaði á svæðinu sem fara verður vel með. Mjög illa var gengið frá í sumar þegar enginn virtist bera ábyrgð á svæðinu.Fulltrúar meirihlutans hvetja bæjarstjórn til að endurskoða þá ákvörðun að ráða ekki svæðisstjóra á skíðasvæðið.

 

   

6.

2011030095 - Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar.

 

Lögð fram vinnugögn vegna stefnumótunar í íþrótta- og tómstundamálum
Ísafjarðarbæjar.

Ákveðið að fresta málinu til næsta fundar. Gert ráð fyrir vinnufundi 22. febrúar n.k.

 

   

7.  Önnur mál.

a) Hermann V. Jósefsson spurðist fyrir um hvar mál HSV er varðar rekstur á Torfnessvæðinu sé statt og óskar eftir því að málið komi til umfjöllunar nefndarinnar áður en ákvörðun verður tekin.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45.

 

 

Hildur Sólveig Elvarsdóttir, formaður.

Guðný Stefanía Stefánsdóttir.

Dagur Hákon Rafnsson.

Hermann Vernharður Jósefsson.

Gauti Geirsson.

Margrét Halldórsdóttir.

Patrekur Súni Reehaug.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?