Íþrótta-og tómstundanefnd - 124. fundur - 28. september 2011

Mætt voru: Hildur Sólveig Elvarsdóttir, formaður, Guðný Stefanía Stefánsdóttir, varaformaður, Þórdís Jakobsdóttir, Dagur H. Rafnsson og Hermann V. Jósefsson. Jafnframt sátu fundinn Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs og Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdastjóri HSV.

Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.

 

Þetta var gert:

 

1.      Tilkynning um breytingu á formanni. 2011-09-0012

Guðrún Margrét Karlsdóttir hefur að eigin ósk látið af störfum í íþrótta- og tómstundanefnd.  Í  hennar stað hefur verið kjörin af bæjarstjórn, Hildur Sólveig Elvarsdóttir, sem jafnframt er formaður nefndarinnar.

 

2.      Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum. 2011-03-0095

Lagt fram nýtt aðgerðaplan er varðar stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar.

Nefndin stefnir að íbúaþingi fimmtudaginn 10. nóvember n.k. og að ný stefna verði tilbúin fyrir lok febrúar 2012. Nefndin felur  starfsmanni að setja upplýsingar á vef Ísafjarðarbæjar um íbúaþingið og vinnuna framundan. Þá verði götuauglýsingar settar upp víða um sveitarfélagið.

 

3.      Áhorfendastúka við Torfnesvöll. 2011-06-0053

Lagt fram bréf frá óstofnuðu eignarhaldsfélagi ST2011 dagsett 16. júní s.l., þar sem óskað er eftir kr. 20.000.000.-  framlagi frá Ísafjarðarbæ auk samþykktar á afstöðu bæjaryfirvalda  á staðsetningu á stúku við Torfnesvöll. Búið er að samþykkja í bæjarstjórn nýtt deiliskipulag af svæðinu þar sem gert er ráð fyrir stúkubyggingu.

Lagt fram til kynningar

Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Þórdís Jakobsdóttir, Hildur Sólveig Elvarsdóttir og Dagur H. Rafnsson lögðu fram eftirfarandi bókun:

,,Flott verkefni sem þarft er að fara í með áframhaldandi uppbyggingu á knattspyrnuíþróttinni í huga og frábært tækifæri fyrir skotíþróttafélag Ísafjarðar til að efla skotíþróttina.“

 

4.      Útikörfuboltavöllurinn á Torfnesi. 2011-09-0101

Lögð fram úttekt stjórnar KFÍá ástandi útikörfuboltavallarins á Torfnesi.

Nefndin felur starfsmanni að kostnaðargreina málið í samstarfi við KFÍ.

 

5.      Bréf frá HSV, ósk um leiguíbúðir.  2011-09-0097

Lagt fram bréf frá HSV dagsett 13. september 2011, þar sem óskað er eftir  afnotum af fleiri íbúðum Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., en gert er ráð fyrir í samstarfssamningi Ísafjarðarbæjar og HSV.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið svo framarlega að íbúðir séu fyrir hendi og ekki komi til auka kostnaðar fyrir Ísafjarðarbæ.

 

6.      Samstarfssamningur Rannsóknar og greiningar og Ísafjarðarbæjar. 2011-09-0096

Lagður fram til kynningar samstarfssamningur Rannsóknar og greiningar og Ísafjarðarbæjar.

 

7.   Munntóbaksneysla í íþróttamannvirkjum . 2011-08-0016

Lagt fram til kynningar bréf frá UMFÍ dagsett 15. ágúst s.l., þar sem fram kemur að búið er að hanna skilti  gegn tóbaksnotkun.

 

8.  Vinnuskóli, skýrsla. 2011-03-0017

Lögð fram til kynningar skýrsla vinnuskólans sumarið 2011.

Nefndin þakkar fyrir góða skýrslu, en óskar jafnframt eftir að fá sundurgreindar vinnustundir á hverfi.

 

9.   Fjárhagsáætlun, kynning á fyrstu drögum. 2011-08-0013.

Lögð fram til kynningar fyrstu drög að fjárhagsáætlun 2012.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl.18:35.

 

Hildur Sólveig Elvarsdóttir, formaður

Þórdís Jakobsdóttir
Hermann V. Jósefsson

Dagur H. Rafnsson

Guðný Stefanía Stefánsdóttir

Margrét Halldórsdóttir

Kristján Þór Kristjánsson

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?