Íþrótta-og tómstundanefnd - 119. fundur - 8. desember 2010

Mætt voru: Guðrún Margrét Karlsdóttir, formaður, Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Þórdís Jakobsdóttir, Dagur H Rafnsson og Hermann V. Jósefsson. Jafnframt sátu fundinn Jóhann Bæring Gunnarsson umsjónamaður eigna, Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Jón Páll Hreinsson, formaður HSV.


Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.Þetta var gert:1. Samstarfssamningur HSV og Ísafjarðarbæjar.  2007-01-0079.


Lögð fram til kynningar drög að samstarfssamningi HSV og Ísafjarðarbæjar.


Nefndin er ánægð með samstarf undanfarin ár við HSV og hvetur HSV og Ísafjarðabæ til að skrifa undir samninginn.2. Verkefnasamningur HSV og Ísafjarðarbæjar.  2010-01-0032.


Lögð fram til kynningar drög að verkefnasamningi milli Ísfjarðarbæjar og HSV.


Nefndin hefur verið ánægð með störf HSV undanfarin ár og hvetur HSV og Ísafjarðabæ til að skrifa undir samninginn.3. Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2010.   2010-12-0020.


Nefndin leggur til að íþróttamaður Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2010 verði útnefndur 23. janúar 2011 og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að undirbúa þá athöfn.


Þá leggur nefndin til við bæjarstjórn að íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2010 verði veitt peningaverðlaun kr. 100.000.4. Fjárhagsáætlun 2011.   2010-09-0031.


Lögð fram til kynningar fjárhagsáætlun 2011 fyrir málaflokka nefndarinnar.


Guðrún Margrét Karlsdóttir, formaður, vék af fundi kl. 18:00 og tók þá Guðný Stefanía Stefánsdóttir, varaformaður, við fundarstjórn.5.   Önnur mál.


 a)  Reglugerð nr. 814 um hollustuhætti á sund og baðstöðum. 2010-11-0034.


 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 7. desember sem Ísafjarðarbær sendi umhverfisstofnun  þar sem óskað er eftir undanþágu frá 11. grein reglugerðarinnar. b)  Þjónustusamningur Ísafjarðarbæjar við SFÍ.


 Umsjónarmaður eigna gerði grein fyrir vinnu sem er í gangi vegna þjónustusamnings milli SFÍ og Ísafjarðarbæjar vegna vinnu á skíðasvæðinu.


 


Fleira ekki gert fundagerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:10.

Guðrún Margrét Karlsdóttir, formaður.


Þórdís Jakobsdóttir.      


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.


Hermann V Jósefsson.     


Dagur H Rafnsson.               


Margrét Halldórsdóttir.    


Jón Páll Hreinsson. 


Jóhann Bæring Gunnarsson.Er hægt að bæta efnið á síðunni?