Íþrótta-og tómstundanefnd - 118. fundur - 10. nóvember 2010


Mætt voru: Guðrún Margrét Karlsdóttir, formaður, Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Þórdís Jakobsdóttir, Dagur H. Rafnsson og Hermann V. Jósefsson. Jafnframt sátu fundinn Jóhann Bæring Gunnarsson, umsjónamaður eigna, Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdastjóri HSV. Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.                                        Þetta var gert: 1.      Reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. 2010-11-0034.Lögð fram til kynningar reglugerð frá umhverfisráðuneytinu um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Reglugerðin tekur gildi 1. janúar 2011 og fellur þá úr gildi eldri reglugerð. Helstu breytingar sem verða við gildistöku þessarar reglugerðar eru að börn verða að vera orðin 10 ára til að fara ein í sund, fylgdarmaður barna þarf að vera orðinn 15 ára og laugarvörður getur ekki sinnt öðrum störfum s.s. að selja aðgangseyrir.Íþrótta- og tómstundanefnd felur umsjónarmanni eigna að senda athugasemdir við reglugerðina í ljósi mismunandi aðstæðna á sundstöðum í byggðakjörnum Ísafjarðarbæjar og á grundvelli þeirra að óska eftir undanþágu. 2.      Erindisbréf íþrótta- og tómstundanefndar.Lagt fram til kynningar erindisbréf íþrótta- og tómstundanefndar. 3.      Framför, ósk um styrk.   2010-11-0003.Margrét Halldórsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi vék af fundi undir þessum lið og tók Margrét Geirsdóttir við fundarritun í fjarveru hennar. Lagt fram bréf frá Framför dagsett 27. október s.l., þar sem óskað er eftir styrk.Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar hafnar erindinu á grundvelli erfiðs efnahagsástands og þess að Ísafjarðarbær leggur árlega framlag í afreksmannasjóð HSV.  Jafnframt lagði Ísafjarðarbær sjóðnum til stofnfé árið 2009. 4.      Fjárhagsáætlun 2011.Greint var frá vinnu starfsmanna við fjárhagsáætlunargerð 2011 og birtar lykiltölur í þeirri vinnu. 5.      Tillaga að breyttri gjaldskrá í sundlaugum og á skíðasvæði.Lögð fram tillaga umsjónarmanns eigna að breyttri gjaldskrá í sundlaugum og á skíðasvæði. Tillagan gengur út á það að lækka verð á árskortum og 10 og 30 miða kortum, en hækka gjald á einstök skipti.Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í tillögur um breytingar á gjaldskrá og felur starfsmönnum og formanni að vinna áfram að tillögunum í samræmi við umræður á fundinum og leggja þær síðan fyrir bæjarráð.    Önnur mál.a)  Íþrótta- og tómstundafulltrúi minnti á íbúaþing vegna vinnu við gerð forvarnastefnu   sveitarfélagsins. b) Hermann V. Jósefsson spurði um stöðu á vinnu við samninga HSV. Íþrótta- og tómstundafulltrúi greindi frá stöðu mála. c) Hermann V. Jósefsson spurði hvort til væru gögn varðandi það hversu marga tíma var unnið í hverjum byggðakjarna í vinnuskólanum í sumar. Íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði svo ekki vera. Fundagerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið k. 18:25.   Guðrún Margrét Karlsdóttir, formaður.Þórdís Jakobsdóttir.                                                               Guðný Stefanía Stefánsdóttir.Hermann V. Jósefsson.                                                          Dagur H. Rafnsson.Margrét Halldórsdóttir.                                                          Margrét Geirsdóttir.Kristján Þór Kristjánsson.                                                      Jóhann Bæring Gunnarsson. Er hægt að bæta efnið á síðunni?