Íþrótta-og tómstundanefnd - 116. fundur - 8. september 2010

Mætt voru: Guðrún Margrét Karlsdóttir, formaður, Þórdís Jakobsdóttir, Dagur H. Rafnsson og Hermann V. Jósefsson. Guðný Stefanía Stefánsdóttir boðaði forföll og mætti Bryndís Ásta Birgisdóttir í hennar stað. Jafnframt sátu fundinn Jóhann Bæring Gunnarsson, umsjónamaður eigna, Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdastjóri HSV. Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.



Þetta var gert:



1. Skólahreysti 2010. 2010-07-0047.


Lagt fram bréf til sveitarfélaga frá Andrési Guðmundssyni f.h. Skólahreysti dagsett í júlí 2010, þar sem þakkað er fyrir stuðning á árinu 2009. Jafnframt óskar bréfritari eftir fjárhagslegum stuðningi á þessu ári að upphæð kr. 50.000.


Nefndin leggur til við bæjarráð, í ljósi þess hversu mikið forvarnagildi verkefnið hefur, að það verði styrkt.



2. Opnunartími sundlauga Ísafjarðarbæjar skólaárið 2010-2011. 2010-08-0015.


Lagt fram til kynningar yfirlit um opnunartíma sundlauga í Ísafjarðarbæ skólaárið 2010-2011. Nefndin óskar eftir því við umsjónarmann eigna, að hann komi á næsta fund með upplýsingar um hvað hver klukkutími kostar í opnun sundlauga.



3. Útikörfuboltavöllurinn á Torfnesi, Ísafirði. 2010-08-0004.


Lagt fram bréf frá HSV fyrir hönd KFÍ dagsett 6. september s.l. þar sem vakin er athygli á ástandi útikörfuboltavallarins á Torfnesi, Ísafirði.


Nefndin þakkar fyrir ábendinguna. Búið er að skipta um net á körfunum, en öðru viðhaldi vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2011.



4. Húsaleigusamningur vegna félagsmiðstöðvar á Þingeyri. 2010-07-0035.


Lagður fram til kynningar húsaleigusamningur á milli Ísafjarðarbæjar, sem leigutaka og F&S Hópferðabíla ehf., sem leigusala, vegna húsnæðis að Hafnarstræti 18, Þingeyri, fyrir  félagsmiðstöð.



5. Tímar í íþróttahúsinu á Torfnesi, Ísafirði. 2010-09-0004.


Lagt fram bréf frá HSV dagsett 1. september sl., þar sem óskað er eftir því að fá að komast inn í íþróttahúsið á Torfnesi, Ísafirði, áður en starfsmaður mætir á morgnanna.


Nefndin samþykkir beiðni HSV.



6. Önnur mál.


a) Lagt fram til kynningar bréf frá velferðavaktinni dagsett 1. september 2010, þar sem hvatt er til að hugað sé  að sérstakrar líðan barna í skólabyrjun. 2010-09-0012.


b) Íþrótta- og tómstundafulltrúi tilkynnti að skrifstofa hans muni færast á Sundhallarloftið, að Austurvegi á Ísafirði, þar sem ný frístundamiðstöð mun verða til húsa.





Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið klukkan kl.  16:55.




Guðrún Margrét Karlsdóttir, formaður.


Þórdís Jakobsdóttir. 


Bryndís Ásta Birgisdóttir.


Hermann V. Jósefsson.


Dagur H. Rafnsson.               


Margrét Halldórsdóttir.


Margrét Geirsdóttir.


Kristján Þór Kristjánsson. 


Jóhann Bæring Gunnarsson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?