Íþrótta-og tómstundanefnd - 116. fundur - 8. september 2010

Mætt voru: Guðrún Margrét Karlsdóttir, formaður, Þórdís Jakobsdóttir, Dagur H. Rafnsson og Hermann V. Jósefsson. Guðný Stefanía Stefánsdóttir boðaði forföll og mætti Bryndís Ásta Birgisdóttir í hennar stað. Jafnframt sátu fundinn Jóhann Bæring Gunnarsson, umsjónamaður eigna, Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdastjóri HSV. Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.Þetta var gert:1. Skólahreysti 2010. 2010-07-0047.


Lagt fram bréf til sveitarfélaga frá Andrési Guðmundssyni f.h. Skólahreysti dagsett í júlí 2010, þar sem þakkað er fyrir stuðning á árinu 2009. Jafnframt óskar bréfritari eftir fjárhagslegum stuðningi á þessu ári að upphæð kr. 50.000.


Nefndin leggur til við bæjarráð, í ljósi þess hversu mikið forvarnagildi verkefnið hefur, að það verði styrkt.2. Opnunartími sundlauga Ísafjarðarbæjar skólaárið 2010-2011. 2010-08-0015.


Lagt fram til kynningar yfirlit um opnunartíma sundlauga í Ísafjarðarbæ skólaárið 2010-2011. Nefndin óskar eftir því við umsjónarmann eigna, að hann komi á næsta fund með upplýsingar um hvað hver klukkutími kostar í opnun sundlauga.3. Útikörfuboltavöllurinn á Torfnesi, Ísafirði. 2010-08-0004.


Lagt fram bréf frá HSV fyrir hönd KFÍ dagsett 6. september s.l. þar sem vakin er athygli á ástandi útikörfuboltavallarins á Torfnesi, Ísafirði.


Nefndin þakkar fyrir ábendinguna. Búið er að skipta um net á körfunum, en öðru viðhaldi vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2011.4. Húsaleigusamningur vegna félagsmiðstöðvar á Þingeyri. 2010-07-0035.


Lagður fram til kynningar húsaleigusamningur á milli Ísafjarðarbæjar, sem leigutaka og F&S Hópferðabíla ehf., sem leigusala, vegna húsnæðis að Hafnarstræti 18, Þingeyri, fyrir  félagsmiðstöð.5. Tímar í íþróttahúsinu á Torfnesi, Ísafirði. 2010-09-0004.


Lagt fram bréf frá HSV dagsett 1. september sl., þar sem óskað er eftir því að fá að komast inn í íþróttahúsið á Torfnesi, Ísafirði, áður en starfsmaður mætir á morgnanna.


Nefndin samþykkir beiðni HSV.6. Önnur mál.


a) Lagt fram til kynningar bréf frá velferðavaktinni dagsett 1. september 2010, þar sem hvatt er til að hugað sé  að sérstakrar líðan barna í skólabyrjun. 2010-09-0012.


b) Íþrótta- og tómstundafulltrúi tilkynnti að skrifstofa hans muni færast á Sundhallarloftið, að Austurvegi á Ísafirði, þar sem ný frístundamiðstöð mun verða til húsa.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið klukkan kl.  16:55.
Guðrún Margrét Karlsdóttir, formaður.


Þórdís Jakobsdóttir. 


Bryndís Ásta Birgisdóttir.


Hermann V. Jósefsson.


Dagur H. Rafnsson.               


Margrét Halldórsdóttir.


Margrét Geirsdóttir.


Kristján Þór Kristjánsson. 


Jóhann Bæring Gunnarsson.Er hægt að bæta efnið á síðunni?