Íþrótta-og tómstundanefnd - 113. fundur - 24. mars 2010

Mætt voru: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Stella Hjaltadóttir og Ingólfur Þorleifsson. Svava Rán Valgeirsdóttir boðaði forföll og mætti Lísbet Harðardóttir í hennar stað. Þórdís Jakobsdóttir boðaði forföll en enginn mætti í hennar stað. Jafnframt sátu fundinn Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdastjóri HSV. Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.


Þetta var gert:1. Laun og vinnustundir unglinga sumarið 2010.   2010-02-0047.


Lagt fram bréf frá íþrótta- og tómstundafulltrúa dagsett 12. febrúar 2010, þar sem fram kemur tillaga að launum og vinnumagni unglinga í Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar 2010.


Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt svo fjárhagsáætlun standist.2. Niðurstöður Forvarnardagsins 2009.   2010-03-0022.


Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 3. mars sl., þar sem greint er frá helstu niðurstöðum Forvarnadagsins, sem haldinn var í 9. bekk allra grunnskóla landsins 30. september 2009.


Lagt fram til kynningar.3. Áskorun til sveitafélaga.   2008-10-0036.


Lagður fram tölvupóstur frá nemendum og kennara við tómstunda- og félagsmálafræðibraut menntasviðs HÍ dagsett 11. mars s.l., þar sem skorað er á sveitarfélög að standa vörð um tómstunda- og félagsstarf í sveitarfélögum.


Lagt fram til kynningar.4. Önnur mál:


Nefndin óskar nemendum Grunnskólans á Ísafirði til hamingju með sigurinn í sínum riðli í Skólahreysti og óskar þeim velfarnaðar í úrslitakeppninni, sem er 29. apríl n.k.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið klukkan kl.  15:30.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður.


Stella Hjaltadóttir.       


Ingólfur Þorleifsson.


Lísbet Harðardóttir.       


Margrét Halldórsdóttir.   


Kristján Þór Kristjánsson.Er hægt að bæta efnið á síðunni?