Íþrótta-og tómstundanefnd - 112. fundur - 24. febrúar 2010


Mætt voru: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Þórdís Jakobsdóttir, Svava Rán Valgeirsdóttir, Stella Hjaltadóttir og Ingólfur Þorleifsson. Jafnframt sátu fundinn Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdastjóri HSV. Jafnframt sat Jóhann B. Gunnarsson, umsjónamaður eigna Ísafjarðarbæjar, hluta fundarins.  Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.





Þetta var gert:



 



1.      Hagir og líðan ungs fólks í Ísafjarðarbæ 2009.   2010-02-0048.



Lögð fram skýrsla frá Rannsókn og greiningu þar sem greint er frá niðurstöðum á líðan barna í grunnskólum Ísafjarðarbæjar. Rannsókn og greining mun koma vestur 4. mars n.k.  með ítarlega kynningu á niðurstöðunum.



Lagt fram til kynningar.



 



2.      15. Unglingalandsmót UMFÍ 2012.   2010-02-0014.



Lagt fram bréf frá Ungmennafélagi Íslands dagsett 28. janúar 2010, þar sem óskað er eftir umsóknum frá sveitarfélögum til að halda 15. Unglingalandsmót UMFÍ.



Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur til að umsókn verði vandlega skoðuð.



 



3.      Laun og vinnustundir unglinga sumarið 2010.   2010-02-0047.



Lagt fram bréf frá íþrótta- og tómstundafulltrúa dagsett 12. febrúar 2010, þar sem fram kemur tillaga að launum og vinnumagni unglinga Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar 2010.



Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.



 



4.      Körfuboltabúðir KFÍ.   2009-01-0071.



Lagt fram bréf frá HSV dagsett 12. febrúar 2010, þar sem farið er fram á afnot af íþróttahúsinu á Torfnesi vikuna 6.6-13.6.2010 vegna körfuboltabúða KFÍ.



Nefndin leggur til að beiðnin verði samþykkt.



 



5.      Íþróttavakning framhaldsskólanna 2010.   2010-02-0052.



Lagt fram bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu dagsett 8. febrúar 2010, þar sem farið er fram á að menntaskólanemar fá frítt í sund dagana 22.-28. febrúar nk.



Nefndin leggur til að beiðnin verði samþykkt.



 



6.      Umgengnisreglur í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar.



Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar.



Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að fullmóta reglurnar og leggja þær aftur fyrir nefndina.



 



7.      Umgengnisreglur á skíðasvæðum.



Lagðar fram umgengnisreglur á skíðasvæðum, sem unnar voru af samtökum skíðasvæða á Íslandi. Lagt fram til kynningar.



Starfsmanni falið að fullmóta reglur fyrir skíðasvæðið á Ísafirði og leggja þær fyrir nefndina.









 



8.      Breyttur opnunartími í íþróttamiðstöðinni á Þingeyri.  2010-02-0074.



Lagt fram bréf frá umsjónarmanni eigna dagsett 22. febrúar 2010, þar sem óskað er eftir breytingu á opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar á Þingeyri.



Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt, að því undanskildu að á sunnudögum verði opnað  kl. 11:00, þar sem einungis er verið að færa til opnunartíma en ekki auka hann.



 



 



Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið klukkan kl.  17:00.






Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður



Þórdís Jakobsdóttir


Ingólfur Þorleifsson



Stella Hjaltadóttir


Svava Rán Valgeirsdóttir



Margrét Halldórsdóttir


Kristján Þór Kristjánsson



Margrét Geirsdóttir



Er hægt að bæta efnið á síðunni?