Íþrótta-og tómstundanefnd - 111. fundur - 13. janúar 2010

Mætt voru: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Þórdís Jakobsdóttir, Svava Rán Valgeirsdóttir og  Stella Hjaltadóttir. Ingólfur Þorleifsson boðaði forföll og í hans stað mætti Hafdís Gunnarsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi  og Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdastjóri HSV. Kristján Þór vék af fundi kl. 15:30.


Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.

Þetta var gert:1. Verkefnasamningur HSV og Ísafjarðarbæjar.  2010-01-0032.


Lagður fram til kynningar ný undirritaður verkefnasamningur Héraðssambands Vestfirðinga og Ísafjarðarbæjar.2. Þjónustusamningur milli Ísafjarðarbæjar og SFÍ.  2010-01-0033.


Lagður fram til kynningar ný undirritaður þjónustusamningur Skíðafélags Ísfirðinga og Ísafjarðarbæjar vegna skíðaskálans í Tungudal.3.  Samstarfsamningur milli Ísafjarðarbæjar og Kómedíuleikhússins.  2005-09-0047.


Lagður fram til kynningar ný undirritaður samningur milli Kómedíuleikhússins og Ísafjarðarbæjar.4. Val á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2009.  2009-11-0015.


Val á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2009. Níu tilnefningar bárust nefndinni um íþróttamann Ísafjarðarbæjar að þessu sinni. Nefndin tók einróma ákvörðun um valið og verður sú ákvörðun kynnt sunnudaginn 24. janúar n.k. í hófi sem haldið verður í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði kl. 16:00.  Ákveðið var að veita íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2009, peningaverðlaun að upphæð kr. 100.000.-.5. Önnur mál.


Lagður fram til kynningar nýr bæklingur um skíðasvæði Ísafjarðarbæjar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið klukkan kl.  16:25.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður.


Þórdís Jakobsdóttir.      


Hafdís Gunnarsdóttir.


Stella Hjaltadóttir.      


Svava Rán Valgeirsdóttir.


Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi.


Kristján Þór Kristjánsson.Er hægt að bæta efnið á síðunni?