Íþrótta-og tómstundanefnd - 110. fundur - 25. nóvember 2009

Mætt voru: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Þórdís Jakobsdóttir, Svava Rán Valgeirsdóttir, Stella Hjaltadóttir og Ingólfur Þorleifsson. Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar og Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdastjóri HSV.


Fundargerð ritaði Margrét Geirsdóttir.


Þetta var gert:



1. Reglur um útlán eigna félagsmiðstöðva Ísafjarðarbæjar. 2009-02-0076.


Lögð fram breytingartillaga á reglum um útlán eigna félagsmiðstöðva. 


Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að reglurnar verði samþykktar.  Svava Rán Valgeirsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.



2. Ungmennafélag Íslands.  2009-11-0014.


Lagt fram bréf frá UMFÍ dagsett 10. nóvember 2009, þar sem vakin er athygli á bókunum sem gerðar voru á 46. sambandsþingi UMFÍ í Reykjanesbæ. 


Lagt fram til kynningar.



3. Gjaldskrá skíðasvæðis veturinn 2009-2010.  2009-11-0012.


Lagt fram bréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra framkvæmda- og rekstrarsviðs, dagsett 13. nóvember 2009, þar sem fram kemur tillaga að verðskrá fyrir komandi vetur á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar. 


Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar telur að hér sé um of mikla hækkun að ræða, ástæða sé til þess að hvetja íbúa Ísafjarðarbæjar til hollrar útiveru og hreyfingar og iðkun skíðaíþróttarinnar sé kjörin til samverustunda fjölskyldunnar. 


Í ljósi áhyggna af áhrifum efnahagsþrenginganna á afkomu fjölskyldna mælir íþrótta- og tómstundanefnd með því við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hækkunum á gjaldskrá skíðasvæðisins verði stillt í hóf.



4. Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2009.  2009-11-0015.


Lögð fram drög að bréfi til íþróttafélaganna. Lögð fram breytingartillaga á reglum fyrir val á íþróttamanni ársins í Ísafjarðarbæ. 


Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að breytingartillagan verði samþykkt. 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið klukkan kl.  16:10


Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður.


Þórdís Jakobsdóttir.      


Ingólfur Þorleifsson.


Stella Hjaltadóttir.     


Svava Rán Valgeirsdóttir.


Margrét Geirsdóttir, forstöðum. Skóla- og fjölskylduskrifstofu. 


Kristján Þór Kristjánsson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?