Íþrótta-og tómstundanefnd - 107. fundur - 12. ágúst 2009

Mætt voru: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Þórdís Jakobsdóttir og Svava Rán Valgeirsdóttir. Stella Hjaltadóttir og Ingólfur Þorleifsson boðuðu forföll og mættu Lísbet Harðardóttir og Helga Margrét Marzellíusardóttir í þeirra stað. Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar og Kristján Þór Kristjánsson sátu einnig fundinn.


Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.

Þetta var gert:1. Félag fagfólks í frítímaþjónustu. 2008-10-0036.


Lagt fram bréf frá félagi fagfólks í frítímaþjónustu dagsett 15. júlí 2009 þar sem skorað er á sveitastjórnir að standa vörð um starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila fyrir börn og unglinga á þeim umbrota- og óvissutímum sem Íslendingar lifa nú.


Lagt fram til kynningar.2. Opnunartími sundlauga í Ísafjarðarbæ veturinn 2009-2010.


Lögð fram drög að opnunartímum sundlauga í Ísafjarðarbæ veturinn 2009-2010.


Nefndin leggur til við bæjarráð að drögin verði samþykkt með eftirfarandi breytingum.


Á Ísafirði verði lokað kl. 21:00 alla virka daga og að Vestri fá afnot af einni braut til kl. 19:30 ef þarf, þar sem verið er að skerða tíma þeirra. Á Flateyri verði ekki lokað á laugardögum heldur á sunnudögum og laugin verði þá í staðin hituð upp á laugardögum.3. Rampasvæði á Ísafirði.  2009-05-0063.


Á fundi íþrótta- og tómstundanefndar 6. júní sl. var íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að athuga kostnað við að setja upp rampasvæði. Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að ekki er hægt að fá viðurkennda parka/rampa eða hjólabrettatæki undir kr. 3.000.000 stykkið. Nefndin leggur til að verkefninu verði frestað að sinni.4. Flutningur á frístundamiðstöð. 2008-05-0043.


Lagt fram bréf dagsett 24. júní 2009 sem formaður félagsmálanefndar, formaður íþrótta- og tómstundanefndar og íþrótta- og tómstundafulltrúi sendu til bæjarstjóra.


Lagt fram til kynningar.Önnur mál.


Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur verið valinn til að sitja í valnefnd Evrópu ungafólksins.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið klukkan kl.18:25.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir


Þórdís Jakobsdóttir.


Helga Margrét Marzellíusardóttir.


Lísbet Harðardóttir.


Svava Rán Valgeirsdóttir.


Margrét Halldórsdóttir.Kristján Þór Kristjánsson.Er hægt að bæta efnið á síðunni?