Íþrótta-og tómstundanefnd - 103. fundur - 28. janúar 2009

Mætt voru: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Þórdís Jakobsdóttir, Stella Hjaltadóttir, Svava Rán Valgeirsdóttir og Ingólfur Þorleifsson. Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar, Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður skóla- og fjölskylduskrifstofu og Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdarstjóri HSV sátu einnig fundinn.


Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.



Þetta var gert:



1. Opnunartími íþróttamannvirkja 2009.


Jóhann Bæring Gunnarsson, umsjónarmaður eigna, mætti á fundinn með yfirlit yfir opnunartíma íþróttamannvirkja 2009 eins og nefndin hafði lagt til. Enn fremur greindi hann frá hugmyndum að sumaropnun.



2. Bréf Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. ? Fjármálaráðstefna. 2008-10-0036.


Lagt fram bréf frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands dagsett 5. desember síðastliðinn, þar sem greint er frá fjármálaráðstefnu sem haldin var í Laugardalshöllinni 28. nóvember síðastliðinn. Lagt fram til kynningar.



3. Bréf Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. ?  Lífshlaupið. 2008-12-0014.


Lagt fram bréf frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands dagsett 16. janúar síðastliðinn, þar sem sveitarfélög eru hvött til að hvetja fólk til hreyfingar og þátttöku í lífshlaupinu. Lagt fram til kynningar.



4. Bréf frá ASÍ ? Hagir atvinnulausra. 2008-10-0036.


Lagt fram bréf frá ASÍ dagsett 15. janúar síðastliðinn, þar sem farið er fram á að atvinnulausir fái frían aðgang að sundstöðum. Nefndin felur formanni og íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna tillögur þar sem komið verði til móts við atvinnulausa um notkun  íþróttamannvirkja.



5. Bréf Íþróttasambands fatlaðra- vetraríþróttir.


Lagt fram bréf frá Íþróttasambandi fatlaðra, ódagsett, þar sem vakin er athygli á námskeiði og möguleikum fatlaðra til að stunda vetraríþróttir. Lagt fram til kynningar.



6. Bréf frá Nönnu Björk Bárðardóttur. ? Opnunartími íþróttamannvirkja á Þingeyri. 2008-11-0016.


Lagt fram bréf frá Nönnu Björk Bárðardóttur dagsett 20. janúar 2009, þar sem hún óskar frekari upplýsinga um breytingar á opnunartíma íþróttamannvirkja á Þingeyri. Nefndin felur formanni nefndarinnar og íþrótta- og tómstundafulltrúa að svara bréfinu.



7. Bréf  HSV fyrir hönd KFÍ. ? Kynning á æfingabúðum KFÍ 2009. 2009-01-0071.


Lagt fram bréf frá HSV fyrir hönd Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar dagsett 14. janúar 2009, þar sem kynnt er hugmynd um æfingabúðir í körfubolta sumarið 2009 og óskað eftir stuðningi frá Ísafjarðarbæ. Nefndin lýsir yfir ánægju með metnaðarfullar hugmyndir og leggur til við bæjarstjórn að hún verði við beiðni KFÍ þar sem um engan útlagðan kostnað verður að ræða fyrir sveitarfélagið. Ingólfur Þorleifsson sat hjá undir þessum lið.



8. Fjárhagsáætlun 2009. 2008-09-0008.


Rætt um fjárhagsáætlun 2009. 



9. Önnur mál.


Bréf íþrótta- og tómstundafulltrúa. Varðandi aldur í vinnuskóla. 2008-12-0021.


Íþrótta- og tómstundafulltrúi lagði fram gögn varðandi kostnað við að 17-18 ára unglingar vinni í vinnuskólanum sumarið 2009. Íþrótta- og tómstundanefnd styður tillögu íþrótta- og tómstundafulltrúa um breyttan aldur í vinnuskóla.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið klukkan kl. 19:15.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.


Þórdís Jakobsdóttir.


Ingólfur Þorleifsson.


Stella Hjaltadóttir.


Svava Rán Valgeirsdóttir.


Margrét Halldórsdóttir.


Kristján Þór Kristjánsson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?