Íþrótta - 174. fundur - 17. janúar 2017

Dagskrá:

1.  

Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

 

Lagður fram verkefnalisti nefndarinnar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

2.  

Hestamannafélagið Hending - kröfugerð vegna reiðvallar - 2016050078

 

Lögð fram drög að samkomulagi við Hestamannafélagið Hendingu, einning lögð fram umsögn HSV um drögin.

 

Nefndin gerir ekki athugasemd við drögin. Sif Huld Albertsdóttir tók ekki afstöðu til samkomulagsins og gerir athugasemd við að fullnægjandi gögn hafi ekki borist fyrr en á fundinum.

 

   

3.  

Styrkbeiðni frá SFÍ - 2017010047

 

Lögð fram styrkbeiðni frá SFÍ vegna Unglingameistaramóts Íslands sem haldið verður á Ísafirði 23.-26. mars 2017.

 

Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til bæjarráðs þar sem ekki er fé í fjárhagsáætlun fyrir styrk sem þessum. Nefndin veltir fyrir sér hvort hluti þess sem óskað er eftir styrk fyrir eigi að vera í eigu skíðasvæðisins og felur starfsmanni að kanna það. Nefndin vill ítreka að beiðnir sem þessar komi tímalega og áður en vinnu við fjárhagsáætlun er lokið.

 

   

4.  

Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2016 - 2017010034

 

Lagðar fram tilnefningar til íþróttamanns og efnilegasta íþróttamanns Ísafjarðarbæjar árið 2016.

 

Nefndin valdi íþróttamann Ísafjarðarbæjar 2016 og efnilegasta íþróttamann ársins. Valið verður tilkynnt við athöfn sunnudaginn 22. janúar kl. 16:00 á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:40

 

Kristján Andri Guðjónsson

 

Jón Ottó Gunnarsson

Sif Huld Albertsdóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Guðjón Már Þorsteinsson

 

Margrét Halldórsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?