Íþrótta - 167. fundur - 16. mars 2016

Jón Ottó Gunnarsson boðaði forföll og mætti Guðjón M. Þorsteinsson í hans stað. Sif Huld Albertsdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Þórdís Jónsdóttir.

Einnig sat fundinn Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri HSV. Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður HSV mætti til fundar undir öðrum lið.

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar mætti til fundar undir öðrum lið.

 

Dagskrá:

1.  

Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

 

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar mætti til fundar undir þessum lið.

2.  

Sundhöll Ísafjarðar Samkeppni - 2015090052

 

Lögð fram drög að keppnislýsingu í hugmyndasamkeppni að Austurvegi 9, Sundhöll Ísafjarðar. Byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar kynnti drögin.

 

Málinu frestað til næsta fundar.

Bókun Í-lista í íþrótta- og tómstundanefnd.167. fundur haldinn þann 16. mars 2016.
Við nefndarmenn Í-listans viljum árétta það að þau drög sem til umfjöllunar eru um hugmyndasamkeppni um hugsanlegar endurbætur á Sundhöllinni að Austurvegi 9, eru hugsaðar til að bæta sundaðstöðu, aðgengi, aðbúnað fatlaðra, betri búningsklefa, útisvæði með pottum og stærri saunaklefa svo eitthvað sé til talið. Ekki er verið að bæta sundaðstöðu fyrir keppnisgreinar í þetta skiptið. Sundhöllin að Austurvegi 9 hefur í 70 ár þjónað íbúum Ísafjarðar og Ísafjarðarbæjar vel og dyggilega og er nú svo komið að hún þarf að ganga í endurnýjun lífdaga að einhverju marki enda margt orðið heldur lúið.
Lengi hefur verið gælt við þá hugmynd að byggja nýja sundlaug, en þeirri framkvæmd hefur aldrei verið hleypt af stað. Enda er 1 til 1.5 milljarður stór pakki fyrir sveitarfélag eins og Ísafjarðarbæ.
Því er farin sú leið að kanna með þessari keppni hvort að hægt sé að koma Sundhöllinni að Austurvegi 9 í þannig ástand að hún geti þjónað hlutverki sínu áfram og færa aðstöðuna til nútímalegs horfs sem íbúum Ísafjarðarbæjar líður vel í.
Kristján Andri Guðjónsson.
Guðjón M. Þorsteinsson.

Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í íþrótta- og tómstundanefnd skora á bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að endurskoða vilja sinn um að samþykkja kostnaðaráætlun upp á allt að hálfan milljarð við endurbætur á húsnæði og umhverfi Sundhallar Ísafjarðar eins og fram kom í máli fulltrúa meirihlutans á 376. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
Íþróttahreyfingin hefur tekið virkan þátt í að móta stefnu um uppbyggingu íþróttamannvirkja í bæjarfélaginu. Ljóst má vera að fyrirhugaðar framkvæmdir við Sundhöll Ísafjarðar geta á engan hátt talist hluti af þeirri stefnumótunarvinnu. Mjög brýnt er orðið að ráðast í alvöru uppbyggingu íþróttamannvirkja í bæjarfélaginu til þess að íþróttaiðkendur, og þá ekki síst börn og unglingar, standi jafnfætis íþróttaiðkendum í öðrum sambærilegum bæjarfélögum á landinu. Ef ráðist verður í jafn kostnaðarsama framkvæmd og stefnt er að, þá verður að teljast afar ólíklegt að á næstu árum muni vera til nokkurt fjármagn til uppbyggingar á aðstöðu fyrir ungt íþróttafólk í bæjarfélaginu.
Þórir Karlsson
Þórdís Jónsdóttir
Guðrún Margrét Karlsdóttir

Á fundi stjórnar HSV þriðjudaginn 15. mars 2016 var samþykkt eftirfarandi ályktun:
Stjórn HSV telur rétt að Sundhöllinni við Austurveg verði sýndur sómi.
Stjórn HSV bendir jafnframt á samþykkt síðasta formannafundar þann 9. mars síðastliðinn, þar sem fram kom að öll aðildarfélög eru sammála um að forgangsatriði í uppbyggingu íþróttamannvirkja í Ísafjarðarbæ sé að byggja fjölnota íþróttahús.

 

 

Gestir

 

Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður HSV - 08:10


Guðný Stefanía og Ólöf Guðný yfirgáfu fundinn kl. 09:20

 

   

3.  

Aðstaða til inniklifuræfinga á Ísafirði - 2015090069

 

Lagður fram tölvupóstur frá HSV þar sem fram kemur þeirra sýn á framtíðarnýtingu vallarhússins.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.  

Íþrótta- og tómstundastefna - endurskoðun - 2016030030

 

Lögð fram til kynningar og umfjöllunar íþrótta- og tómstundastefna Ísafjarðarbæjar.

 

Málinu frestað til næsta fundar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:35

 

 

Kristján Andri Guðjónsson

 

Þórir Karlsson

Guðrún Margrét Karlsdóttir

 

Guðjón Már Þorsteinsson

Þórdís Jónsdóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Margrét Halldórsdóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?