Íþrótta - 152. fundur - 17. desember 2014

Dagskrá:

1.

2014030027 - Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar

 

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

2.

2014100070 - Uppbyggingaráætlun gönguskíðasvæðis

 

Lögð fram ályktun frá stjórn HSV vegna Skíðafélags Ísfirðinga, þar sem stjórn HSV fagnar beiðni SFÍ um uppbyggingaáætlun á gönguskíðasvæðinu og HSV styður erindið heilshugar.

 

Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í erindið og leggur til að gengið verði til samninga við Skíðafélag Ísfirðinga. Jafnframt óskar nefndin eftir að HSV kalli eftir uppbygginaráætlunum frá öðrum félögum.

 

   

3.

2013060084 - Rekstur á lyftingaaðstöðu í Vallarhúsi

 

Lagt fram bréf, dagsett 26. nóvember 2014, frá Jóni Hálfdáni Péturssyni, framkv.stj BÍ88 vegna málefni BÍ og vallarhúsins við Torfnes.

 

Íþrótta- og tómstundanefnd frestar málinu til næsta fundar og þá þurfa nefndarmenn að koma með tillögur að nýtingu á Vallarhúsinu. Einnig felur nefndin sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að taka saman kynningu á þeim erindum sem borist hafa varðandi rekstur á Vallarhúsinu.

 

   

4. Önnur mál.

Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri HSV, var með kynningu á starfsemi HSV.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09.40

 

Benedikt Bjarnason.

Jón Ottó Gunnarsson.

Sif Huld Albertsdóttir.

Þórir Karlsson.

Sigurlína Jónasdóttir.

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?