Íþrótta - 139. fundur - 10. júní 2013

Dagskrá:

1.

2011030095 - Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar

 

Lögð fram þarfagreining aðildarfégaga HSV.

 

Lagt fram til kynningar og vinnslu frestað til næsta fundar, sem verður miðvikudaginn 19. júní kl. 8:00. HSV leggur mikla áherslu á að úrvinnsla verði unnin í samvinnu við HSV.

 

   

2.

2012110041 - Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2012

 

Lögð fram bókun stjórnarfundar HSV er varða breytingar á kjöri íþróttamanns Ísafjarðarbæjar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.

2013050075 - Hagir og líðan nemenda í Ísafjarðarbæ 2013

 

Lagðar fram tvær skýrslur frá Rannsóknum og greiningu með niðurstöðum rannsókna á högum og líðan barna í Ísafjarðarbæ árið 2013.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.

2010080057 - Stefnumótum í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar

 

Lögð fram drög að atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar.

 

Nefndin leggur blessun sína yfir textann með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.

 

   

5.

2013060033 - Fjárhagsáætlun 2014

 

Sviðsstjóri fór í grófum dráttum yfir það vinnulag sem verða mun í nefndinni við vinnslu fjárhagsáætlunargerðar 2014.

 

Vinnunni frestað til næsta fundar.

 

   

6. Önnur mál

2013-06-0056. Lögð fram til kynningar árskýrsla HSV og nefndarmönnum afhent eintak.

Nefndin fagnar skýrslunni og óskar Héraðssambandinu til hamingju með vel unnin störf.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45.

 

 

Guðný Stefanía Stefánsdóttir

 

Gauti Geirsson

Kristján Óskar Ásvaldsson

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

Margrét Halldórsdóttir

 

Bryndís Ásta Birgisdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?