Fundur 31. ágúst 2020

Íbúasamtökin Átak

31. ágúst 2020

Mættir: Erna, Hafsteinn, Lára Ósk, Sigmundur og Wouter.

  1. Svar við minnisblað bæjarritara/bæjarstjóra vegna framkvæmdarfé (þarf að svara fyrir 7. sept). Fundartími og fulltrúar á fund með bæjarstjóra og bæjarritara.

Við viljum mæta á fund fyrir 7. sept og fara yfir óskir okkar um framkvæmdafé. Við óskum eftir því að bæjarstjóri og bæjarritari komi til okkar á fund í Blábankanum kl. 15 fimmtudaginn 3. september. Sigmundur boðar þau til fundar.

Minnisblað hverfisráða og framkvæmdarfé er gott plagg en við gagnrýnum það að við höfum aðeins 17 daga til að skila inn hugmyndum vel útfærðum fyrir næstu 2 ár. Nauðsynlegt er að hafa verklag og skiladaga, þessi tími er of stuttur og svarar ekki okkar helsta hugarefni að fá hugmyndum okkar frá í fyrra í framkvæmd. Stífur rammi og of lítið frelsi er hamlandi fyrir okkur til góðra verka.

  1. Meltutankurinn /síló

Íbúar funheitir yfir komu gamals olíutanks sem nota á undir úrgang úr fiskeldi. Fyrirtækið Artic Prótein hefur sótt um lóð og leyfi hjá Ísafjarðarbæ. Tillögur um staðsetningu voru sendar til íbúasamtaka í maí sem fjallaði um málið og ályktaði um þær tillögur. Búið er að kaffæra allar hugmyndir um að nota svæði sem eru skilgreind undir hafnarsvæði. Íbúar eru mjög hræddir við lykt sem fylgir þessari starfsemi. Okkur í íbúasamtökunum finnst mikilvægt að bærinn og fyrirtækið kynni starfsemi sína fyrir íbúum. Það er mjög mikilvægt að verkferlar hjá bænum séu skilvirkari þegar áhugi er fyrir því að hefja atvinnustarfsemi hér. Það þarf að okkar mati að vera alveg á hreinu að það þarf að vanda til verks við frágang og uppbyggingu þessarar starfsemi og að búnaður sé virkur. Ábyrgð starfsmanna Ísafjarðarbæjar: starfsmenn þurfa að gæta orða sinna í samræðu við íbúa. Þjónum með gleði til gagns. Sveitarfélagið hefur skilgreint okkur sem brotthætt svæði og hér þurfa hjól atvinnulífsins að snúast og þarf að passa við atvinnusvæði og starfsemi sem er fyrir.

  1. Göngustígur, framkvæmd og sláttur

Ekki hefur verið farið í að klára gögnustíginn. Stígurinn er mikið notaður af íbúum og gestum okkar á öllum aldri. Því miður þrátt fyrir ítrekanir um sláttur hefur ekkert gerst. Hálfnað verk þá hafið er og treystum við því að verktaki sem hefur tekið að sér þetta flotta verkefni setji það á dagskrá að ljúka við stíginn. Hugmyndir okkar um nýtingu á framkvæmdafé eru einmitt til þess að gera stíginn meira aðlaðandi með t.d. hreyfitækum, bekkjum og skiltum/merkingum.

  1. Hlykkur á veg á Aðalstræti, við kirkjugarðinn

Ábending um að beina þurfi veginn við Gistiheimilið við fjörðinn og kirkjugarðsvegginn. Ef Hof var fært til að laga veginn þannig að ekki væri hlykkur er þá ekki kominn tími til að klára það. Að mati margra íbúa er kominn tími á að lagfæra þetta.

  1. Geymslusvæði

Sárleg vöntun er á geymslusvæði fyrir íbúa og fyrirtæki. Að okkar mati þarf að vera skipulagt svæði með umgengnis reglum. Þetta kemur mjög skýrt fram í framkvæmdaráætlun fyrir Ö.V.D. (brotthættarbyggðir) sem unnin var í samvinnu á íbúaþingi. Það þarf líka að gera kröfur á fyrirtæki að ganga betur um eigur sínar. Artic Fish lofaði að taka til hjá sér en lítið hefur gerst. Við viljum vera áfram snyrtilegt sjávarþorp þar sem allir íbúar og gestir hafa vilja til að ganga vel um. Sem er hvatning til góðrar umgengni.

  1. Aðalfundur, tími og fulltrúar (hverjir ætla að halda áfram og finna „nýja“).

Fólk hefur áhuga á að vera áfram. Tími fyrir aðalfund ákveðinn eftir fundinn með bæjarstjóra og bæjarritara. Stefnum á aðalfund í lok september eða byrjun október.

Önnur mál.

Strúktúr fyrir íbúasamtök eru ekki nægilega hvetjandi.

Hrafninn er orðinn of frekur í þorpinu. Íbúar eru að fóðra hann innanbæjar sem þarf að fara stoppa, þetta er orðið of mikið og margir íbúar eru farnir að kvata í fulltúrum yfir þessu.

Laga þarf holur í veg á hafnarsvæði. Umræður um mikilvægi viðgerðar af því að það var ekki malbikað á veg milli hafnarsvæða. Þetta var rætt við fulltrúa bæjarins og bæjarstjóra í júní göngunni sem var gengin snemmsumars.

Tjaldsvæðið, efrasvæði við tjaldsvæði er að verða klárt. Komið rafmagn á svæðið. Húsbílasvæði er að verða mjög flott og gerir svæðið eitt flottasta tjaldstæði á landinu. Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla er að verða klárt á bílastæði við íþróttamiðstöð.

Nú þarf að leysa vandamál varðandi veg að víkingasvæði og húsbílastæðum við enda á Hafnarstræti. Lóðareigendur stoppa umferð um veg eins og hann er staðsettur núna.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?