Stjórnarfundur 3. desember 2020

Íbúasamtökin Átak
Fundargerð

Fundur 3. desember 2020 kl. 20:00
Þingeyri

Mætt: Sigmundur, Wouter, Lára og Hafsteinn fh. íbúasamtakanna. Agnes fh. ÖVD og Valdís fh. Blábankans. Arna Lára og Kristján á Zoom sem eru tengiliðir Ísafjarðarbæjar.

Dagskrá:

  1. Dýrafjarðargöng opnuð 25. okt sl.
    Íbúasamtökin fagna áfanganum og vona að áframhaldandi vinna við Dynjandisheiði og Teigskóga muni ganga vel og hratt.
    Nýtt skilti hefur verið sett upp við gatnamótin, sem vísar veginn til flugvallarins á Þingeyri. Upp komu spurningar hvort flugvöllurinn væri ekki niðurlagður? Hví er þá komið skilti?
  2. Ný slökkvibifreið er komin til Þingeyrar, brunahanar o.fl.
    Komin slökkvibifreið til Þingeyrar vegna Dýrafjarðaganganna. Fögnum nýju teymi í slökkviliðið. Íbúasamtökin leggja áherslu á brunahana- og vatnsskort á Þingeyri, sérstaklega við Vallargötu
    og við knattspyrnuvöllinn vegna áætlaðrar notkunar á næstunni. Rætt var um að vatnslagnir eru ekki góðar í bænum og við Hvamm. Rætt var um lítinn þrýsting á vatni í ýmsum húsum og Arna Lára kom því á framfæri að íbúasamtökin eða viðkomandi hús, geti talað við Kristján Andra og Vatnsveituna varðandi lítinn þrýsting.
    Ný sjúkrabifreið kemur 4. desember til Þingeyrar, þetta er minni bifreið, sem allir sjúkraflutningsliðar mega keyra. Íbúasamtökin fagna þessarri fregn.
  3. Gamla sjoppan, færsla o.fl.
    Óttar og Guðrún Guðmundsdóttir sendu inn erindi til formanns um að bjarga sjoppunni. Formaður las upp erindi sem ber áherslu um að flytja ætti sjoppuna í miðbæ Þingeyrar og gæti til dæmis hýst Hljóðfærasafnið. Þau ítreka að þetta er eina sjoppan sinnar tegundar á landinu. Það þarf að flytja húsið því það stendur á lóð einkaaðila. Þakið á húsinu er ónýtt.
    Íbúasamtökin eru hlynnt hugmyndinni um að færa sjoppuna og styðja þau í þessarri vinnu sem þarf að gera ráð fyrir í Deiliskipulagi svæðisins.
  4. Áramótabrennan, brennustjóri
    Erindi kom á borð til formanns frá Þóri Erni, hvort íbúasamtökin vilji auglýsa eftir brennustjóra. Formaður las upp erindi þar sem fram komu ráð og leiðbeiningar um hvernig mætti skipuleggja brennuna og hver verkefnin og ábyrgð fylgdu stöðunni. Íbúasamtökin samþykkir að finna brennustjóra, formaður tekur það að sér.
  5. Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2021, Kristján Þór
    Kristján Þór fór yfir hvaða aðgerðir eru í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar varðandi Þingeyri. Varmadæla við Íþróttahúsið. 4 milljónir í útivistarsvæði, þ.á m. göngustígar. Sótt um styrki fyrir meiri opnunartíma hjá Smiðjunni.
    Viðhald á byggingum s.s. skóla, íþróttahúsnæði o.s.frv.
    Bæjarstjórnin styður við Sólsetrið.
    Ekki gert ráð fyrir malbikun árið 2021 og Kristján ekki með upplýsingar um hvenær.
    Íbúasamtökin fagna komu hreyfitækja.
    Formaður spyr Kristján hvort það sé verið er að draga saman seglin? Kristján útskýrði að áætlaðar framkvæmdir eru allt að milljarð króna, sem er fjármagnað með sölu á eignum Ísafjarðarbæjar á svæðinu og ekki mikil lántaka hjá sveitarfélaginu. 
    Reynt verður að hagræða hjá þeim einingum innan sveitarfélagsins sem eru reknar með tapi á þessum tímapunkti, miklar launahækkanir eru á leiðinni, sveitarfélagið vill finna leiðir til að skera niður á sem bestan hátt.
  6. Sólsetrið
    Formaður segir frá leiðinlegri umræðu á internetinu vegna misskilnings í frétt á BB. Nefnd spyr um leyfilega hæð Sólsetursins. Kristján segir að verkefnið er ennþá í hugmyndafasanum og segir að Tankurinn og Sólsetrið eigi eftir að gagnast Þingeyri. Stuðningsyfirlýsing er nú þegar komin frá íbúasamtökunum varðandi Sólsetrið og samtökin eru spennt yfir þróun verkefnisins.
  7. Tankurinn
    Beðið er eftir byggingarleyfi. Mikil töf frá skipulagsdeild Ísafjarðarbæjar, í gegnum allt ferlið seinustu 3 ár.
    Íbúasamtökin eru sammála um að skipulagsmál taka of langan tíma hjá sveitarfélaginu. Kristján útskýrði að það er margbúið að ræða þetta í sveitarfélaginu og allir sammála um að vera óánægðir. 
    Nýr starfsmaður hjá Ísafjarðarbæ, gefur von.
  8. Svarbréf vegna tækjakaupa
    Formaður les erindi frá Bryndísi Ósk bæjarritara, hvort öll hreyfitækin eru áætluð á einu svæði. Það virðist vera misskilningur um að öll tækin eigi að staðsetjast uppi á göngustígnum. Erna, þáverandi stjórnarmeðlimum íbúasamtakanna, svaraði henni um að 2-3 tæki eigi að vera á mismunandi stöðum í bænum og staðsetningunum hafi verið skilað inn áður. Íbúasamtökin hafa áhyggjur af að enn einn misskilningurinn sé að koma upp vegna tækja sem beðið hefur verið eftir í 2 ár.
    Kristján kannar hvort hreyfitækin eru hluti af þessum 4 milljónum sem eru áætlaðar í göngustíga.
    Sagt var frá Aðalskipulagsfundi 10. okt á Þingeyri. Ísafjarðarbær fær niðurstöður um miðjan desember.
    Kristján útskýrði að 15. des opnar opin umræða á netinu varðandi aðalskipulagið hjá Ísafjarðarbæ.
  9. Aðalfundur íbúasamtakanna
    Íbúasamtökin eru sammála um að það þarf að halda aðalfundinn eins fljótlega og auðið er. Rætt var hvort halda megi fundinn á netinu? eða hólfaskipt í Félagsheimilinu?
    Formaður er tilbúinn að halda aðalfund en mælir ekki með fundi í desember og vill vinna fram að aðalfundi en ætlar ekki að gefa kost á sér aftur sem formanni. Ákvörðun sú liggur í að samstarfið hefur verið erfitt í stjórninni. 
    Formaður les erindi frá Guðrúnu Guðmundsdóttir sem býður sig fram í stjórnina. Samtökin styðja Guðrúnu og munu hvetja hana áfram.
    Rætt var um dagsetningar fyrir fundinn og vegna 14 daga fyrirvara er erfitt að halda fundinn fyrir jólin.
    Íbúasamtökin ákváðu dagsetningu fyrir fundinn, 12. janúar 2021, sem unnið verður að, þangað til annað kemur í ljós.
    Samtökin vilja virkja íbúa og finna fulltrúa þar sem þrír núverandi fulltrúar hafa ekki gefið kost á sér til áframhaldandi setu í íbúasamtökunum.
  10. Hlutverk Blábankans
    Rætt var um hvernig Blábankinn getur stutt við íbúasamtökin til að auka afköst og bæta samstarfið í stjórninni. Ákveðið var að halda mánaðarlega fundi fyrir íbúa til að hitta íbúasamtökin og koma fram erindum. Þessir fundir verða haldnir í Blábankanum og sér Blábankinn um að auglýsa viðburðina.
    Blábankinn mun setja upp upplýsinga-horn í Blábankanum fyrir íbúa, nýflutta og áhugasama. 
    Blábankinn mun hýsa mánaðarlega fundi íbúasamtakanna.
    Blábankinn mun vera verkefnastjóri á uppfærslu heimasíðunnar Þingeyri.is og finna ódýrari hýsingu.
  11. Hlutverk, verkefni og ábyrgð íbúasamtakanna/formannsstarfs/stjórnarstarfs
    Ákveðið var að finna dagsetningu fyrir nýjan fund og taka fyrir hlutverk, verkefni og ábyrgð samtakanna. Þetta er gert til að setja upp kröfur og eftirvæntingar nýrrar stjórnar ásamt verkferlum sem styðja við gott samstarf í stjórninni.
    Samþykkt að næsti fundur í desember verði boðaður með litlum fyrirvara. Sjá hvað gerist 9. des varðandi sóttvarnir.
  12. Önnur mál
    Erna Höskuldsdóttir hefur sagt sig úr stjórninni
    Hvað eiga íbúar að gera varðandi hversdagslegar spurningar, t.d. seinkun á snjómokstri. Íbúar nýta sér símanúmer Ísafjarðarbæjar til þessa erinda.
    Frístundarúta frá Þingeyri, spurning frá stjórnarmanni til Kristjáns. Mikill tími fer til einskis fyrir íþróttaiðkunar og fárra strætóferða. Kristján mun kynna sér málið.

Fundi slitið kl. 21:20
Fundarritari: Valdís Eva Hjaltadóttir 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?