Stjórnarfundur 26. október 2022

Fundargerð Íbúasamtakanna Átaks

Haldin í húsi Blábankans og á teams fundi kl 19:30 26/10/2022

Mætt: Agnes, Guðmundur, Helgi, Guðrún G, Guðrún St.

Dagskrá

  1. Fundur með fulltrúum bæjarstjórnar
  2. Meltutankur
  3. Önnur mál
    • Fundur með bæjarstjóra.
      • Skipulag var rætt með fyrirtöku á málefnum með bæjarstjóra sem fram fer 27-10-2022
      • Deiliskipulag, hrósa fyrir að klára þessi mál. aðalskipulag
      • Rætt var um kvaðir með Gramsverslun, við viljum reyna að beita okkur fyrir því að húsnæðið nýtist fyrir samfélagið, td sem miðstöð Þjóðgarðs. Við viljum að einhver tímarammi sé á verkefninu frá afhendingu þar til verk byrjar og mögulega líkur. Við myndum gjarnan vilja vita hversu víðtæk friðunin er. Við erum mjög spennt fyrir þessu verkefni og erum þakklát fyrir að það sé komið í ferli.
      • Stígurinn. Viljum við hvetja að hann verði kláraður, jafnvel með aðkomu nýrra verktaka.
      • Þjóðgarður: Við ályktum um það að okkur finnist hann eiga heima í þéttbýli sem inngagnur inn í þjóðgarðinn td í gramsverslun.
      • Hreystitækin, hver er staðan? Er málið afgreitt?
      • Við viljum hvetja bæinn til að setja upp marktækt framkvæmdarplan þegar kemur að viðhaldi eigna, gangstéttir og.fl. þannig að íbúar og verktakar viti að hverju þeir gangi.
    • Meltutankur
      • Ætlum við að fá svör frá Arctic Fish um þörfina fyrir þennan tank.
      • Að ígrunduðu máli teljum við að þessu landsvæði sé betur varið í eitthvað annað. Þessi starfsemi á ekki heima í miðbænum og viljum við hvetja til að þetta verði fært utar í bæinn eða jafnvel útfyrir. Framkvæmd sem þessi þarf að vera vel unnin, svæðið í kring vel haft. Teljum við að hægt sé að færa þetta með lagningu lagna í jörð frá fyrirhuguðu svæði. Ef niðurstaða fæst ekki í málið fljótlega viljum við aðtankurinn verði fjarlægður.
    • Önnur mál
      • Agnes upplýsti okkur um að henni er boðið áframhaldandi starf hjá Vestfjarðarstofu
      • Viljum vita hvar málefni sem varðar heimastjórn standa og hvetja til að haldið verði áfram með málefnið.
  •  

Fundi slitið 20:25

Fundargerð: Helgi Ragnarsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?