Stjórnarfundur 30. nóvember 2021

Íbúasamtökin Átak

Fundargerð

Fundur 30. nóvember 2021 kl. 19:30

Þingeyri

Mætt: Guðrún, Guðmundur, Lára, og Helgi f.h. Íbúasamtakanna, Agnes sem áheyrnarfulltrúi ÖVD og Birta frá Blábankanum

Dagskrá:

  1. Helstu mál á döfinni vegna fundar með bæjarstjóra og bæjarritara

Deiliskipulagning lóða –áréttað að brýnt sé að ljúka þessari vinnu sem fyrst. Ákveðið að ítreka enn og aftur á fundi með bæjastjóra og bæjarritara.

Áréttað að nauðsynlegt sé að endurskipuleggja snjómokstur ef endurnýja á samning við verktakana en óánægja hefur verið með mokstur undanfarin ár.

Áréttað að biðja bæjarritara og bæjarstjóri að láta bæinn, umhverfisnefnd eða álíka hvetja fyrirtæki á svæðinu til að taka til á lóðum sínum fyrir ferðasumarið mikla 2022.

Mikilvægt að hnykkja á að móttökusetur Þjóðgarðs verði á Þingeyri.

Heimastjórnarmál – samtökin lýsa ánægju með samráð og starf Ísafjarðarbæjar í þessu máli og hlakka til frekara samstarfs um efnið.

  1. Rýnihópavinna vegna ÖVD

Stjórn Öll vötn til Dýrafjarðar verkefnisins (ÖVD) óskaði vinsamlegast eftir að fá að nota fundatíma Átaks til að halda rýnihóp með stjórninni. Meirihluti stjórnar samþykkti þetta og tók því fundinn undir rýnina. Einn stjórnarmaður tók ekki þátt og fór fram á einkafund með fulltrúum Byggðastofnunar.

Fundi slitið kl. 19:45

Fundarritari: Guðrún D. Guðmundsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?