Stjórnarfundur 19. apríl 2021

Íbúasamtökin Átak

Fundargerð

Fundur 19. apríl 2021 kl.19:30

Þingeyri

Mætt: Guðrún, Wouter, Guðmundur, Lára og Helgi fh. íbúasamtakanna.

Agnes fh. ÖVD

Kynning á heimastjórnarfyrirkomulagi fyrir austan

  • Ákveðið að hafa samráð við önnur hverfisráð að byrja samtal við Ísafjarðarbæ um að taka upp svipað eða sama fyrirkomulag hér, breytinga er þörf.
  • Ákveðið að heyra í Flateyri, Suðureyri og Hnífsdal og funda um þetta, halda súpufund.
  • Ákveða að fá kynningu frá Múlaþingi um heimastjórnir.

ÖVD

Væri betra að fá fá stór verkefni í stað margra smárra. Gott væri að reyna að fá er eitthvað sem væri gott fyrir krakkana á svæðinu. Heyra í ungmennum þorpsins, hvað þau vilja. Hvað eruð þau að gera á daginn, kvöldin?

Dægradvöl barna

Ýta á Ísafjarðarbæ um að félagsmiðstöðin fái fleiri tæki, tól fyrir krakkana og að auðvelda krökkunum að komast yfir og hitta jafnaldra sína á Ísafirði, er það eðlilegt að starfsmaður félagsmiðstöðvarinnar eigi að vera að keyra krakkana á Ísafjörð? Hvar standa hugmyndir um frístundarútu eða (on-demand fyrirkomulag?).

  • Ákveðið að skoða dægradvöl og rútuna fyrir krakka og félagsstarf og ræða við Ísafjarðarbæ

Græn vika og vorverk

Hugmyndir og íbúa saman í að taka til hendinni.

  • Ákveðið að halda opið hús 28 apríl þar sem farið er yfir hvað þarf að laga varðand slátt, sumarverk og viðhald og senda Ísafjarðarbæ yfirlit.

Rætt að fá bambahús fyrir leikskólann, minigólf eða eitthvað sem hentar börnum jafnt sem eldri borgurum og öðrum íbúum bæjarins og gestum.

Blábankinn

Áhyggjur varðandi stöðu Blábankans ræddar og mikilvægi þess að tryggja starfsemina á hátt sem er til hagsbóta fyrir íbúana.

Fundi slitið 21:00.

Fundarritari: Guðrún Guðmundsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?