Stjórnarfundur 18. maí 2021

Íbúasamtökin Átak

Fundargerð

Fundur 18.maí 2021 kl.20:00

Þingeyri

Mætt: Guðrún, Wouter, Guðmundur, Lára Ósk og Helgi fh. íbúasamtakanna.

Agnes fh. ÖVD.

Dagskrá:

  1. Farið yfir mál rædd á síðasta fundi

Vorverk: Rætt um vorverk sem hefjast eftir mánaðamót þegar búið verður að ráða fólk. Rætt um að æskilegt væri að vorverkin hefðust fyrr. Einnig að gott væri að Ísafjarðarbær svaraði því hvernig farið verði að tillögum Átaks um fegrun og viðhald og að gerð verði sérstök áætlun um forgang þarfra verkefna s.s. viðhald á blokk, elliheimili, sundlaug, félagsheimili. Samkvæmt Ísafjarðarbæ eru önnur félagsheimili í verra standi og hafa forgang - allt viðhald sett á ís. Bærinn segir erfitt að finna verktaka í að gera við blokkina þótt fjármagn hafi verið sett í verkefnið tvö ár og svo fjármagn tekið frá. Elliheimili í eigu ríkis og sveitarfélags - en Íbúasamtökin telja ábyrgð á eftirfylgni framkvæmdanna sé hjá sveitarfélagi - niðurstaðan er sú að ekkert virðist gert með tillögur samtakanna á þessu sviði.

Stígur: Ákveðið að ýta áfram á Ísafjarðarbæ hvenær á að byrja á og ljúka stígnum - þetta skiptir máli vegna stígakorts sem verið er að vinna. Bærinn vísar á verktakann.

Þjóðgarður: Áréttað að Þingeyri vill fá gestastofu og er hlynnt þjóðgarði - rætt um fyrirhugaða stofnun 17. júní.

Íbúðarlóðir: Rætt um áætlun Ísafjarðar að skipuleggja fleiri lóðir á Hlíðargötu skv. ákvörðun bæjarritara að fela að skipulagsfulltrúa að skipuleggja (8. apríl 557.fundur skipulags og mannvirkjanefndar). Ákveðið að ýta áfram á Ísafjarðarbæ að skipuleggja lóðir. Rætt hvort hægt sé að hafa áhrif á raðhúsaverkefni til að það mæti sem best þörfum bæjarins - ekki ljóst hver staðan á raðhúsaverkefni er og framlagi til þess.

Aðalskipulag: fundur með nefndum til ákveða fókus o.fl. og samráð við íbúasamtök með haustinu.

  1. Erindi send Ísafjarðarbæ

Engin svör borist frá Ísafjarðarbæ vegna erinda um skipulagsmál, lóðamál ofl.

Ekki ásættanlegt að svör berist og ákveðið að formaður ræði þetta á fundi með bæjarritara og bæjarstjóra.

  1. Störf án staðsetningar hjá Ísafjarðarbæ: Áréttað að Þingeyringar eigi að geta búið á eyrinni en starfað á Ísafirði án þess að hljóta kostnað af persónulega vegna ófærðar o.s.frv.
  2. Móttekin erindi

Engin móttekin erindi.

  1. Samstarf við íbúasamtökin á Flateyri og Suðureyri

Mikill áhugi á samstarfi og Wouter tekur málið áfram ásamt Óttari.

  1. Blábankinn

Ræddar áhyggjur af stöðu og stefnu Blábankans og tengdrar starfsemi. Íbúasamtökin þurfa að velja fulltrúa í staðinn fyrir Agnesi þegar hún fer úr stjórn.

  1. Önnur mál.

Engin önnur mál.

Fundi slitið kl. 21:30

Fundarritari: Guðrún D. Guðmundsdóttir


 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?