Fundur með fulltrúa Ísafjarðarbæjar 23. maí 2019

Kristján Þ. Kristjánsson hafði ekki möguleika á að mæta á fyrirhugaðan fund um kvöldið en gat hitt stjórnarmeðlimi fyrr um daginn. Erna og Wouter mættu fyrir hönd íbúasamtakana en Agnes sem verkefnisstjóri Tanksins þar sem aðalumræðuefnið var staðan á því máli.

Þar sem reynt hafði verið ítrekað að fá svör frá þar til bærum aðilum um stöðuna varðandi úthlutun lóðar fyrir tankinn án árangurs, var ákveðið að setja Kristján í málið sem bæjarstjórnarfulltrúa og fulltrúa Ísafjarðarbæjar í stjórn íbúasamtakana. Kristján var upplýstur um seinagang og skort á svörum, sumarið handan við hornið og vinna þyrfti að málinu með meiri hraða til að hægt væri að nýta sumarið til undirbúnings og framkvæmda.

Skýrsla sem unnin var um markmiðasetningu og framkvæmdaáætlun í verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar hafði ekki verið rædd að neinu ráði í bæjarstjórn, skortur á upplýsingaflæði og samskiptum við bæjarstjórn og tæknideilarinnar almenns eðlis s.s. tölvupóstum og skilaboðum ekki svarað. Kristján ætlar að kynna sér stöðu mála varðandi þessi samskipti ásamt stöðunni á lóðamálum fyrir Tankinn og umræður um markmiðasetningaskýrslu ÖVD. Á fundinum í kvöld verður farið yfir þennan fund og restin af stjórninni upplýst um það sem þar var rætt.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?