Fundur 29. janúar 2019

Fundur hjá Hverfisráði Dýrafjarðar 29. janúar kl. 19:00

Mættir: Wouter von Hoymissen formaður, Signý Þöll Kristinsdóttir, Rakel Brynjólfsdóttir, Erna Höskuldsdóttir. Pétur Albert Sigurðsson boðar forföll. Agnes Arnardóttir, verkefnisstjóri "Öll vötn til Dýrafjarðar" situr fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

Fundarefni er fyrst og fremst að hittast til að undirbúa aðalfund hverfisráðsins sem hefst kl. 20:00 sama kvöld.

Þetta var rætt.
a) Rýnt í hlutverk hverfisráðsins með Lög Hverfisráðs Dýrafjarðar til hliðsjónar. Allir sammála um að stjórnin þurfi að vera skipulögð og gera lista yfir forgangsröð verkefna. Fram kemur t.d. að enginn vinnuskóli hafi verið á Þingeyri síðastliðið sumar og það þurfi að fylgja því eftir að huga að því tímanlega hvort hægt er að starfrækja hann á komandi á yfir komi Ísafirði á t.d. Vinnuskóla frá hópur að því eftir óska að þá ekki, ef og sumri Þingeyri til að snyrta bæinn okkar.

b) Farið yfir tölvupóst frá Þórdísi bæjarritara dags. 23 janúar 2019 þar sem rakið er hvernig ferlið skuli vera um nýtingu á framkvæmdafé kr. 2.000.000 fyrir árið 2019. Tillögur þurfa að berast Ísafjarðarbæ fyrir 1. júní n.k. Verður verkefni nýrrar stjórnar.

c) Formaður fer yfir hvað hefur gerst frá síðasta aðalfundi sem var í desember 2017. Málefni og tölvupóstar sem hafa borist Hverfisráði og framkvæmdir. Framkvæmdafé fyrir 2018 hefur ekki verið að fullu nýtt, afgangur flyst yfir á 2019.

Fleira ekki gert. Fundi slitið. 19:45.
Fundarritari: Rakel Brynjólfsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?