Fundur 28. janúar 2020

Mættir: Agnes, Kristján Þór, Lára, Magnús og Sigmundur.

Fundur kl. 20:30

Rætt um hvað liggur fyrir og verkefni ráðsins æði mörg þetta misseri.

  • Rætt um hvað liggur fyrir, hugmyndir að heimamenn komi að aðalskipulagi og hvetja þarf fólk til að vera virkara í að fylgjast með og koma með athugasambandi. Meðal verkefna eru Tankurinn og Sólsetrið. Borið fram formegt erindi að Pálmar yrði formlegur fulltrúi íbúasamtakana að aðalskipulagi bæjarins. Mikilvægt að íbúalóðir séu skýrar í aðalskipulagi.
  • Það er Tankur á Flateyri, leggjum til að finna nýtt nafn á Tankinn t.d. með hugmyndakeppni. Ekki hægt að hafa tvo Tanka á Vestfjörðum. Rætt um svæðið sem fylgir Tanknum. Hvernig á að færa gámana.
  • Agnes með tölvupóst frá Wouter fyrrverandi formanni ráðsins þess efnis um að ráðið hefur þegar lýst yfir vilja og stuðning við Sólsetrið. Verkefnið hefur verið kynnt fyrir ráðinu og allir aðillar samþykkir því. Pálmar þarf að sækja um lóð. S‘olsetrið á ekki að kosta bæinn neitt og ekki hægt að rugla því verkefni við Tankinn. Tekið fyrir formlegt bréf frá Axel Rodriguez skipulags,-og byggingafulltrúa Ísafjarðarbæjar um lóðar umsókn Sólsetursins til ráðsins/íbúasamtakanna.
  • Rætt um malbikunar vinnu í sumar. Kristján (fulltrúi frá bænum) svarar því til að það sé ekki á áætlun bæjarins þetta árið. Sigmundur les upp erindi til bæjarins um gatnaframkvæmdir á Þingeyri. Íbúm á Þingeyri finnst miður að ekki verði nýtt það tækifæri að malbika götur bæjarins þar sem reisa á malbikunarstöð í Dýrafirði vegna gangnagerðar.
  • Rætt um tengilið á svæðinu vegna hálkuvarna. Bærinn notar einn bíl til hálkuvarnar fyrir alla bæjarkjarna. Væri ekki ráð að hafa þetta verkefni innan útboðs vegna snjómoksturs. Það er komið í ferli. Nú er það hlutverk áhaldahús að sinna hálkuvörnum. Við hvern á að hafa samband? Kristján ætlar að athuga það fyrir okkur.
  • Varðandi mokstur milli bæjarkjarna og sveitabæja. Æði oft snýr mokstursbíllinn við Gemlufall. Fer ekki fyrir fjörð (Dýrafj.-flugvallar). Verktaki hér á Þingeyri hefur haldið vegum opnum svo skólabíllinn komist. Íbúasamtökin ánægð með snjómokstur hér innan bæjar en ábótavant eins og áður sagði með hálkuvörnina.
  • „Öryggi Vestfjarða“
    Í ljósi þeirra atbuðra sem urðu þann 14. janúar, þegar snjóflóð féllu á Flateyri og í Súgandafirði, þá fagna Íbúasamtökin Átak að ekkert manntjón varð, og giftusamleg björgun átti sér stað. Samtökin harma jafnframt að varnargarðarnir hafi ekki reynst fullnægjandi. Það er von samtakanna að úr því verði bætt. Viljum við benda á það hvort að ekki þurfi að gera akveg frá gatnamótum Flateyrar öruggari með uppbyggingu nýs vegar með sjáfram til Flateyrar. Slíkur vegur gæti reynst öruggari m.t.t. snjóflóða, sem hafa valdið tíðum lokunum. Í beinu framhaldi, er varðar öryggi Vestfirðinga, sérstaklega með tilliti til aukinnar umferðar í kjölfar opnunar Dýrafjarðargangna, vilja samtökin benda á að á Gemlufallsheiði miðri, þar sem helst er vona á að bílar geti fests vegna verðurfarsaðstæðna, er símasamband ekkert. Einnig vilja samtökin velta því upp hvort sú lýsing sem tekin var niður af Óshlíðinni gæti nýst til þessa að lýsa upp heiðina.

    Samtökin leggja gríðarlega áherslu á að hraðað verði framkvæmdum yfir Dynjandisheiði.

    Erindi rætt um að síðasta mokstursferð yfir Gemlufallsheiði verði kl. 21-22 í stað 20. Fjöldi fólks sækir vinnu og íþróttir yfir á Ísafjörð en færð stoppar oft för.
  • Vegna framkvæmdarfés
    • Samskiptaleysi milli réttra aðila og verklag vegna úthlutunar ekki sýnilegt
    • Vantar svar frá Þórdísi bæjarritara og núverandi bæjarstjóra um það hver og hvernig ráðstafa eigi fénu.
    • Vantar skriflegar upplýsingar til ráðsins til að hægt sé að framkvæma.
  • Agnes les erindi frá Wouter, vantar svör við tölvupóstum. Enginn hefur aðgang að netpóstum samtakanna. Sigmundur þarf að fá aðgang sem formaður.
  • Umræður um Blábankann. Agnes situr í stjórn. Blábankamál rædd. Rætt um hvort fulltrúi úr íbúasamtökum sitji í stjórn Blábankans.
  • Íbúasamtökin lýsa yfir áhyggjum að bæjarstjórnarmálum. Búið að vera neikvæð fjölmiðla umfjöllun vegna uppsagnar bæjarstjóra og mál virðast ganga mjög hægt m.a. okkar samskipti framkvæmdarfé og að ná í starfsfólk.
  • Við lýsum einnig yfir óánægju okkar um niðurskurð upphæðar til brotthættrar byggðar verkefnisins. Það voru 7 milljónir áður en fer niður í 5 milljónir.

Önnur mál:

  • Útipottur í sundlaug. Hver er verktaki og hvar er verkefni statt?
  • Tjaldstæðið skilaði 8 milljónum í hagnað í fyrrasumar. Það þarf að auka fjárlög til þess að viðhalda svæðinu og halda áfram uppbyggingu.
  • Aðgangur að netpósi Átaks
  • Tómstundarrúta rædd, tíðari ferðir og samstarf Vestra vs. Höfrungs
  • Kristján segir frá hugmynd að nefnd um bættar samgöngur við Vegagerðina.
  • Viðhald á eignum bæjarins

    Mikið rætt við Kristján á fundinum.

Fundi slitið Kl. 22

Fundarritari Lára

(Erna tekur fundargerð saman)

Er hægt að bæta efnið á síðunni?