Aðalfundur 2021

Íbúasamtökin Átak
Fundargerð

Aðalfundur 21. janúar 2021 kl.19:30
Þingeyri

Mætt: Sigmundur, Wouter, Lára og Hafsteinn fh. íbúasamtakanna.
Agnes fh. ÖVD og Valdís fh. Blábankans.
18 íbúar

Dagskrá:

 1. Kosning
  a. Fundarstjóra
  i. Þórir Örn Guðmundsson kosinn
  b. Fundarritara
  i. Valdís Eva Hjaltadóttir frá Blábankanum kosin
 2. Skýrsla stjórnar - Formaður flytur erindið um störf stjórnar
  a. Umræða um skýrslu stjórnar
  i. Byggingarleyfi Tanksins, hvenær var sótt um það? Allt ferlið búið að vera langdregið.
  ii. Kristján og Arna Lára, frá bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, mega starfa nánar með samtökunum.
  iii. Ekkert framkvæmdafé kom frá Ísafjarðarbæ árin 2018, 2019 og 2020. 
  Samtökin hafa gefið allar upplýsingar um tillögur samtakanna til Ísafjarðarbæjar á réttum tíma. Ísafjarðarbær hefur breytt framgangsmáta svo framkvæmdafé er til tveggja ára í senn.
  iv. Kristján Þór Kristjánsson, tengiliður samtakanna við Ísafjarðarbæ, sagðist ætla að kanna hvernig þessar 4 millj. myndu deilast í 2021. Ekkert svar ennþá um sundurliðun.
  v. Göngustígar og sagan á bakvið þá. Mikill áhugi er frá íbúum og Ralf Trylla var samstarfsaðili á sínum tíma. Ekki víst hvar þær tillögur enduðu. Verktakinn átti að sjá um slátt og viðhald árið 2020 en ekkert gerst. Mikilvægt að klára.
 3. Kosning nýrrar stjórnar til eins árs
  a. Formaður (1)
  i. Núverandi formaður Sigmundur gefur ekki kost á sér
  ii. Guðrún Dögg Guðmundsdóttir býður sig fram og var kosin samhljóða
  b. Fulltrúar í stjórn (4)
  i. Hafsteinn Már Andersen - heldur áfram frá síðasta tímabili
  ii. Lára Ósk Pétursdóttir - heldur áfram frá síðasta tímabili
  iii. Guðmundur Ólafsson - 16 atkvæði
  iv. Wouter Von Hoeymissen - 11 atkvæði
  c. Varamenn (2)
  i. Helgi Snær Ragnarsson - 12 atkvæði
  ii. Erla Sighvatsdóttir - 11 atkvæði
 4. Önnur mál
  a. Kristján segir frá erindi varðandi Grams-verslun. Saga húsnæðisins talin fram og hvernig húsnæðið gæti prýtt bæinn við að endurnýja húsnæðið og færa. Hægt að sækja um styrki til Minjaverndar til endurnýjunar.
  b. Gamli N1 skúrinn. Hver á húsnæðið? Íþróttafélagið Höfrungur á húsið. Fyrirspurn er send til Íbúasamtakanna sem hægt er að senda til Ísafjarðarbæjar varðandi stöðu og plan um húsið. Hver eru næstu skref? Húsið er í niðurníðslu. Tækniþjónusta hefur metið húsið, þakið er ónýtt en veggir í lagi. Ekki búið að senda inn beiðni um deiliskipulagsbreytingu vegna flutnings hússins.
  c. Spurning frá íbúa: Var ekki tengiliðum frá Ísafjarðarbær ekki boðið á Aðalfundinn? Jú, Örnu Láru og Kristjáni sem fengu fundarboð en svöruðu ekki.
  d. Spurning frá íbúa: Viljum við verða Þingeyrarhreppur aftur? Gera könnun um áhuga? Mögulegt verkefni fyrir nýja stjórn.
  e. Upplýsingar frá íbúa: varðandi vöntun á stuðning frá Ísafjarðarbæ vegna skipulagsmála sem tefur uppbyggingu á svæðinu.
  f. Íbúi lýsir yfir stuðningi sínum á Sólsetrinu
 5. Nýr formaður, Guðrún Dögg Guðmundsdóttir, sleit fundi kl. 21:20 

Fundarritari: Valdís Eva Hjaltadóttir
Fundarstjóri: Þórir Örn Guðmundsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?