Stjórnarfundur 3. maí 2021

Stjórnarfundur Hverfisráðs (Íbúasamtakana) í Hnífsdal
haldinn í barnaskólanum í Hnífsdal 3. maí 2021

Mættir eru Jóhann Birkir Helgason, formaður, Davíð Kjartansson, Ívar Mar Valsson og Sigríður Elsa Álfhildardóttir

Dagskrá:

  1. Sameiginlegur fundur íbúasamtakanna á Flateyri, Suðureyri, Þingeyri og Hnífsdal
    Jóhann Birkir kynnti nefndarmönnum það sem fram kom á fundi hans og annarra íbúasamtaka um breytt fyrirkomulag þar sem núverandi fyrirkomulag er ekki að ganga upp.
    Bæjarstjóri hefur boðað til fundar með íbúasamtökum í Hnífsdal, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri miðvikudaginn 5. maí kl. 10:30 til að fara yfir málin og hvað sé hægt að gera betur.
    JBH kemst ekki á fundinn og Davíð mætir í hans stað.
  2. Almenn umhirða í Hnífsdal
    Tekinn fyrir tölvupóstur frá bæjarritara Ísafjarðarbæjar dags. 13. apríl 2021 þar sem óskað er eftir að Hverfisráðið leggi fram tillögur um áherslur við fegrun og aðra sumarvinnu, s.s. hvar á að setja niður blóm, reita arfa, hvaða opnu svæði þarf helst að slá og málningarvinnu.
    Hverfisráðið telja það ekki sitt hlutverk að ákveða hvaða staði skuli leggja áherslu á. Starfsmenn bæjarins hafa það hlutverk og er fullkunnugt um ástand húsa og umhverfis. Bent er á fundargerð frá 1. september 2020 þar sem bent var á hvaða svæði þyrfti almenna umhirðu í Hnífsdal.
    Einungis eitt atriði hefur verið gert af þeim lista, gulmerkt hér að neðan.
    • Almenn umhirða á blómabeðum við barnaskólann í Hnífsdal
    • Ekki hefur verið skipt um gúmmí í sparkvellinum sem var lofað fyrir rúmu ári síðan
    • Hækkun á grindverki við sparkvöllinn sem var lofað fyrir rúmu ári síðan
    • Endurnýja má skilti, mála gangbrautir ofl. eins og segir í umferðaröryggisáætlun.
    • Yfirfara leiktæki við barnaskólann, Bakkaskjól og aparólu

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:00 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?