Aðalfundur 23. apríl 2016

Þar sem kom helst fram af hugmyndum mættra íbúa á fundinn.

Við fögnum þeirri hugmynd að verið sé að skoða þann möguleika að nýta Barnaskólann í Hnífsdal undir leikskóladeild.

Athugasemdir íbúa og umhverfi okkar:

  • Mála þyrfti Bakkaskjól og hressa upp á leiktæki.
  • Finna Bakkaskjóli framtíðarhlutverk annað en geymsluhúsnæði.
  • Umferðaskilti í Hnífsdal verði skoðuð og settar verði aftur götumerkingar.
  • Að setti verði upp skilti við göngustíga í Ísafjarðarbæ sem bannar lausagöngu hunda.
  • Að gangbrautir verði málaðar á götur.
  • Það vantar ruslatunnur víða í Hnífsdal á ljósastaura.
  • Farið verði í það að fegra umhverfi við Félagsheimilið í Hnífsdal.
  • Íbúum þykir mikilvægt að úrbætur verði gerðar við Stekkjagötu, að gata og ræsi verði löguð.
  • Göngustígur fyrir neðan Skólaveg við ána er farin í sundur.
  • Banna ætti gáma við íbúðarhús.
  • Dekkjakurl á sparkvelli verði athugað.
  • Íbúar myndu vilja sjá mikið meira af vinnuskólanum í Hnífdal og eins mætti sóparabíllinn fara að láta sjá sig.
  • Barnaskólin í hnífsdal verði tekin í gegn t.d. gólfefni og salerni verði löguð.

 

Hugmyndir um nýtingu framkvæmdafjár:

-         Skilti verði sett upp við gönguleiðir, líkt og skiltið sem er á skarfaskeri.

-         Að gerðir verði fleiri göngustígar t.d. við mjósund.

-         Bekkir verði settir við gönguleiðir í dalnum.

-         Hugað að umhverfismálum.

 

Ábendingar til okkar íbúa:

 

-         Drasl við Trésmiðjuna í Hnífsdal, íbúum þætti snyrtilegra að sjá geymslusvæði girt af. Einnig mætti fjarlægja byggingarkrana.

-         Rusl við blokkina, Dalbraut 1a og 1b, rusl liggur í kringum ruslatunnur og sækja krummar í ruslið, og eins er lyktin ekki sérstök.

-         Og Bílaverkstæði við Stekkjargötu, bílhræ og olíubrák eftir götunni lítið heillandi fyrir aðra íbúa og ásýnd bæjarins þegar keyrt er í gegn.

 

Hugmyndir íbúa um fegrun umhverfis okkar:

Hugmynd um að hittast einn góðan dag í maí, ráðast á kerfil í bökkunum fyrir ofan stekkjargötuna, hver og einn íbúi myndi taka til í kringum sig. Börn í dalnum gætu labbað um dalinn með ruslapoka í hönd og týnt upp drasl á götum í bænum.

Í lok dags myndum við grilla saman og hafa skemmtilegt.

Þær Ólöf, Hrafnhildur, Anna Ólafía, Sigrún og Dagný sjá um að finna dag og auglýsa.

Kosningar í stjórn.

Dagný Finnbjörnsdóttir formaður

Sigrún Hinriksdóttir

Jósef Vernharðsson

Halldór Ásgeirsson
Davíð Björn Kjartansson

Til vara:

Gabríela Aðalbjörnsdóttir

Kristján Loftur Bjarnason

Er hægt að bæta efnið á síðunni?