Aðalfundur 10. janúar 2015

Aðalfundur Íbúasamtaka Hnífsdals fyrir árið 2014 

Haldinn í gamla Barnaskólanum í Hnífsdal laugardaginn 10. Janúar 2015 kl. 11:00
Fundarstjóri:  Gabríela Aðalbjörnsdóttir

Í byrjun fundarins kynnti Þórdís Sif Sigurðardóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Ísafjarðarbæjar breytingar og áform Ísafjarðarbæjar um hlutverk hverfisráða.

Skýrsla stjórnar:  Í máli formanns kom fram að íbúafundur haldinn vorið 2013 hefði verið síðasti formlegi fundur félagsins og þar hefði verið kosin ný stjórn.  Sigríður fór yfir starfssemi félagsins síðan þá sem fólst meðal annars í aðkomu að undirbúningi Hnífsdalsmóts,  samstarfsfundi með stjórn Slysavarnarfélagsins Tinda, Kvenfélagsins Hvatar til að ræða málefni Félagsheimilisins í Hnífsdal.   Einnig var unnið með Kvenfélaginu Hvöt að hreinsunardegi vorin 2013 og 2014 og fleiri verkefnum s.s. aðstoð við boðun fundar undir yfirskriftinni „Vestfiðringur“ og fleira.    

Reikningar félagsins lagðir fram.  Dagný Finnbjörnsdóttir gerði grein fyrir fjárhagsstöðu íbúasamtakanna.

Lögð var fram og samþykkt tillaga til breytinga á samþykktum íbúasamtakanna. 

Fyrsta grein samþykkta hljóðaði:  Félagið heitir Íbúasamtökin í Hnífsdal.  Varnarþing félagsins er í Ísafjarðarbæ. 

Lögð er fram tillaga um að fyrsta grein samþykkta verði breytt og  hljóði svo „Félagið heitir Íbúasamtökin í Hnífsdal og er hverfisráð Hnífsdals. Varnarþing félagsins er í Ísafjarðarbæ“.

Kosning formanns:  Formaður íbúasamtakanna í Hnífsdal til tveggja ára var kosinn Sigríður Ó. Kristjánsdóttir

Kjör stjórnar:  Í  stjórn voru kosin:  Dagný Finnbjörnsdóttir, Sigrún Hinriksdóttir, Jósef H. Vernharðsson,  Gíslína Kristín Gísladóttir Smoter

Varamenn:  Gabríela Aðalbjörnsdóttir og Halldór Ásgeirsson 

Skoðunarmenn reikninga eru:  Hrafnhildur Samúelsdóttir og Elín Jónsdóttir

8.       Verkefni næsta árs:Stofnaður verði vinnuhópur um Félagsheimilið í Hnífsdal.  Fulltrúi íbúasamtakanna verður Jóhann Birkir Helgason og fær til samstarfs Slysavarnarfélagið Tinda, Kvenfélagið Hvöt og Ísafjarðarbæ og fær fulltrúa þeirra í hópinn.

Hópurinn fær það verkefni að láta gera ástandskönnun á Félagsheimilinu í Hnífsdal sem fæli í sér nákvæma úttekt á ástandi hússins, forgangsröðun umbóta og koma með hugmyndir varðandi notkunarmöguleika hússins.

9.       Önnur mál.

Ábendingar komu um að ekkert jólatré hefði verið sett upp á vegum Ísafjarðarbæjar árið  Tryggja þarf að tré verði sett upp að ári og gott væri að íbúasamtökin stæðu að viðburði þegar kveikt er á jólatrénu. 

Hús í eigu sveitarfélagsins eru látin grotna niður – Félagsheimilið í Hnífsdal og Leikskólinn.

Sláttur á opnum svæðum óvenju slæmur síðasta sumar hvatt er til úrbóta.

Ástandið á Stekkjunum afleitt – umgengni umhverfis bílaverkstæði slæm.  Reglum ekki fylgt varðandi umgengni.  Íbúasamtökin í Hnífsdal krefjast þess að Ísafjarðarbær gangi eftir því að reglum sé fylgt. 

Gámar standa án stöðuleyfa í íbúðahverfum.  Íbúasamtökin í Hnífsdal hvetja bæjaryfirvöld til að gera átak til að tryggja að reglum sé fylgt varðandi slíka gáma.

Íbúar hafa áhyggjur af tómum húsum í eigu lánastofnana í þorpinu sem standa og grotna niður. 

Vegrið vantar á Bakkana við enda Skólavegs, Bakkavegs og Heiðarbrautar.  Þarna er nokkuð hár bakki niður og í hálkutíð skapast mikil hætta á að bílar fari fram af bakkanum. 

Tilmælum beint til Ísafjarðarbæjar um að endurskoða leyfi til hestamanna um lausagöngu hrossa í Fremri-Hnífsdal – sérstaklega varðandi þau hross sem látin eru ganga úti allt árið.   Hvatt er til að leyfum fylgi þau skilyrði að hestar verði eingöngu í hólfum og teknir á hús ekki seinna en 1. des.

Ísafjarðarbær er einnig hvattur til að senda út upplýsingar 1x – 2 á ári um reglugerðir um dýrahald s.s. hunda- og kattahald og fylgi eftir þeim reglum.  Einnig hvatt til að kvörtunum varðandi hunda- og kattahald sé raunverulega fylgt eftir. 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?